Humarvertíð að hluta árið 1982



Það er enginn á sjó núna svo ég kem með smá ferðalag aftur í tímann,

og núna ætlum við ekki að skoða einn bát og einn mánuð eins og hefur oft verið gert  í þessum ferðalögum aftur í tímann,

nei við ætlum að skoða humarvertíð hjá tveimur bátur sem báðir réru og lönduðu hjá sama aðila.

rétt er að hafa í huga að humarvertíðir áður voru einungis yfir sumarið.  núna árið 2017 þá er humarvertíðin orðin frá sirka mars og fram í nóvember,

1982 þá var humarvertíðin frá 15.maí til enda júlí.

Hjá Ólafi Lárussyni HF í Keflavík þá voru þar tveir bátar sem voru á humarveiðar yfir sumarið og gekk þeim bara nokkuð vel.  þessir tveir bátar voru Sæþór KE 70 sem var smíðaður í Stykkishólmi árið 1971 og  mældist 49 brl að stærð og hinn báturinn hét Mars KE 197 sem var mun eldri bátur smíðaður árið 1955 í Danmörku og var 67 brl eikarbátur,

Hérna að neðan þá er tafla yfir humarvertíðina hjá báðum bátunum  og eins og sést þá var aflinn hjá þeim báðum nokkuð góður,

Mars KE gekk þó betur í humrinum og landðai 31,8 tonni á meðan að Sæþór KE var með 27,6 tonn af humri.

Heildaraflinn hjá þeim var þó svipaður báðir yfir 72 tonn.

Þessum afla lönduðu bátarnir í Keflavík og Grindavík.  í júní þá lönduðu bátarnir öllum aflanum í Keflavík enn í júlí þá voru þeir i ´Grindavík.  

Þess má geta að humaraflinn sem er sést þarna miðast við heilan humar.


Mars KE mynd Vigfús Markússon


Sæþór KE mynd Vigfús Markússon





Sæþór KE 70

DagurAfliHumar% humar af heildarafli
27,56,6843,19848%
29,51,251,25
25,62,8541,90666%
22,67,4023,23744%
18,68,5923,00735%
14,62,0891,05951%
6,62,6941,33549%
4,69,2562,19524%
1,64,5811,73938%
22,73,2451,34541%
16,77,6751,31217%
9,75,6541,73431%
5,76,2641,65126%
1,74,6262,6557%
Heild72,86627,61838%

Mars KE 197

DagurAfliHumar
28,58,7625,76966%
29,66,5974,15863%
24,65,0673,09661%
18,67,5642,44332%
14,64,0172,48162%
10,63,4691,56845%
4,67,7973,79248%
23,79,8361,15411%
16,76,6652,22533%
12,77,3611,90526%
7,73,5951,33737%
2,73,2191,86158%
Heild73,94931,789