Hvað er gamli Fífill GK að gera í Njarðvík?
uppúr 1960 og vel fram að 1980 þá komu ansi margir fiskibátar til landsins sem voru hannaðir til þess að stunda nótaveiðar
eftir að síldin hrundi árið 1966, þá stækkuðu skipin og fóru þá skipin að leita að síld í Norðursjó, enn á sama tíma á íslandsmiðum
þá voru veiðar á loðnu að hefjast, og bátunum fjölgaði mjög sem voru á þær veiðar
Fífill GK
í Hafnarfirði þar var þá útgerðarfyrirtæki sem hét , Útgerð Einars Þorgilssonar og það fyrirtæki hafði gert út t.d Faxa GK.
árið 1968 þá fékk fyrirtækið loðnuskip sem hét Fífill GK 54, og þessi bátur var með eina nýjung sem tíðkaðist ekki mikið í bátum á þessum árum.
enn það var það að allar íbúðir voru afturí bátnum. enn margir bátanna sem komu á þessum árum höfðu íbúðir frammí.
Fífll GK var gerður út til ársins 1990, þegar hann var seldur til Faxamjöls, ehf í Reykjavík og fékk þar nafnið Faxi II RE.
útgerð bátsins undir því nafni stóð alveg til aldamótanna,
Ekki í brotajárn
og þá var útgerð bátsins hætt
enn öfugt við marga báta sem hafa hætt útgerð, að þá hafa þeir bátar verið sendir í brotajárn,
enn gamli Fífill GK er enn þá til, og hefur reyndar öðru hlutverki að gegna og hefur haft undanfarin 20 ár eða svo,
því að hvalaskoðunarfyrirtækið Elding ehf í Reykjavík , á bátinn
og geymir hann í Reykjavíkurhöfn,og báturinn er notaður sem hálfgerð göngubrú yfir í báta fyrirtækisins sem fara með fólk til að sjá hvali,
núna fyrir stuttu þá kom gamli Fífill til Njarðvíkur, og hann reyndar koma þangað ekki fyrir eigin vélarafli, heldur var Elding sem kom með hann.
Elding RE
og sá bátur er nú ekki óvanur því að draga báta, því á sínum tíma þá átti Hafsteinn Jóhannsson bátinn og notaði hann meðal annars til björgunar og
að draga báta víðsvegar um landið. báturinn var líka gerður út á net frá t.d Sandgerði í nokkur ár,
Afhverju Njarðvík
En hvað var þá Elding að gera með gamla Fífil GK til Njarðvíkur
jú hann er að fara í slipp í Njarðvík og á að snyrta bátinn að ofan og mála hann allan frá kili og uppúr.
Myndir Gísli Reynisson