Hvað er í gangi með Hörð Björnsson ÞH?,2019
Listi númer 5.
Já ekki von nema stórt sé spurt,
Hörður Björnsson ÞH var svo til horfin á báðum listunum í sept og okt, og var mjög neðarlega á báðum listum,
núna í þar síðasta túr þá setti báturinn aflamet í einni löndun,
þegar að báturinn landaði 99 tonnum í einni löndun,
Þórður skipstjóri var þá spurður af því hvort hægt væri að koma meiri afla í bátinn. hann taldi að svo væri,
og já hann stóð við stóru orðin,
rauf 100 tonna múrinn og gerði gott betur,
kom í land með 108 í land í einni löndun og af þessum afla þá var þorskur 104 tonn,
35 tonn af þorskinum fór til vinnslu á Raufarhöfn, 52 tonn á Húsavík,
Þessi afli fékkst á alls 119400 króka og það samsvarar um 284 bölum, eða um 381 kíló á bala.
með þessum metafla þá er báturinn kominn yfir 400 tonnin og ekki nóg með það, því að báturinn er komin í 3 sætið núna,
á toppinn er hinsvegar kominn Jóhanna Gísladóttir GK sem kom með ansi góða löndun,
Rifsnes SH var sömuleiðis með fullfermi eða 107 tonn í einni löndun,

Hörður Björnsson ÞH Mynd Þórður Birgisson
Sæti | áður | Nafn | Heildarafli | Róðrar | Mesti afli | Höfn |
1 | 8 | Jóhanna Gísladóttir GK 557 | 479.7 | 4 | 160.7 | Djúpivogur |
2 | 5 | Sturla GK 12 | 429.5 | 5 | 122.0 | Siglufjörður |
3 | 9 | Hörður Björnsson ÞH 260 | 414.4 | 5 | 108.0 | Raufarhöfn |
4 | 1 | Sighvatur GK 57 | 400.1 | 4 | 138.1 | Siglufjörður |
5 | 7 | Tjaldur SH 270 | 399.4 | 5 | 92.0 | Siglufjörður |
6 | 2 | Páll Jónsson GK 357 | 385.6 | 5 | 110.4 | Djúpivogur, Siglufjörður |
7 | 10 | Kristín GK 457 | 381.0 | 4 | 106.0 | Siglufjörður |
8 | 4 | Fjölnir GK 157 | 377.9 | 4 | 131.0 | Djúpivogur, Siglufjörður |
9 | 3 | Hrafn GK 111 | 369.2 | 5 | 111.8 | Siglufjörður |
10 | 11 | Valdimar GK 195 | 341.0 | 5 | 85.9 | Siglufjörður |
11 | 6 | Örvar SH 777 | 332.3 | 4 | 96.4 | Siglufjörður |
12 | 14 | Rifsnes SH 44 | 322.0 | 3 | 111.0 | Siglufjörður |
13 | 13 | Þórsnes SH 109 | 312.3 | 4 | 95.2 | Stykkishólmur |
14 | 15 | Núpur BA 69 | 249.0 | 5 | 63.9 | Patreksfjörður |
15 | 12 | Valdimar H F-185-NK | 227.4 | 4 | 75.2 | Noregur 22 |