Hvað verður um Kirkellu H 7?
Í gegnum tíðina þá hefur Hull í Bretlandi verið má segja einn aðal útgerðar staðurinn á Bretlandi þar sem að
togarar hafa verið gerðir út. saga togaraúrgerðar í Hull nær vel 100 ár aftur í tímann, og margir togarar þaðan
voru meðal annars við veiðar á Íslandsmiðum og tóku meðal annars þátt í þorskastríðinu við Íslendinga árið 1976.
Í dag árið 2020 þá er þetta ansi mikið breytt. núna er bara einn stór úthafstogari gerður út frá Hull
og það er Kirkella H 7. þessi togari er nýr, var smíðaður árið 2018 og er 81 metra langur og 16 metra breiður.
og er í eigu UK Fisheries sem að Samherji ehf á Íslandi á síðan
Kirkella H7 sem er núverandi Kirkella hefur haft veiðileyfi í lögsögu Noregs. Grænlands og Færeyja en mest hefur þó
togarinn verið við veiðar í Barnetshafinu sem er í um 1500 sjómílna fjarlægð frá Hull.
Bretar yfirgefa ESB
Núna eru ansi miklar blikur á lofti því eftir að ljóst var að Bretland er að yfirgefa Evrópusambandið þá
fellur úr gildi samkomulag um að Kirkella fái leyfi til þess að veiða þar sem skipið hafi áður leyfi til að veiða
Til þess að það gangi eftir þá þurfa bresk stjórnvöld að gera fiskveiðisamkomulag við Grænland, færeyjar og Noreg.
í Áhöfn Kirkellu eru að langmestu leyti breskir sjómenn, en skipstjórar hafa verið íslenskir sem og nokkir vélstjóranna.
Miklar áhyggjur
Sjómenn í Hull hafa af þessu miklar áhyggjur og hafa hrundið af stað undirskriftasöfnun og áskorun þess efnis að
Boris Johnson forsætisráðherra og yfirmenn sjávarútvegsmála í Bretlandi nái samkomulagið við Norsk stjórnvöld
til að tryggja framtíð Kirkellu um áframhaldandi veiðar í barnetshafinu.
Núna hafa um 1117 manns skrifað undir þessa áskroun en um 100 sjómenn í Hull
vinna og eru í kringum Kirkellu. Eins og staðan er núna þá er Kirkella núna bundin við bryggju í Hull
og ekki er vitað hvenær eða hvort að togarinn komist aftur á veiðar,
Kirkella númer 7
Það má geta þess að Þessi Kirkella er togari númer 7 sem hafa heitir Kirkella
Kirkella númer 1 var smíðaður árið 1936 og var 47 metra langur gufutogari.
Kirkella númer 2 var smíðaður árið 1960
Kirkella númer 3 var smíðaður árið 1965 og var 75 metra langur og var fyrsti frystitogarinn sem hét þessu nafni
Kirkella númer 4 kom árið 1985 og var 58,8 metra langur frystitogari , var seldur árið 1996
Kirkella númer 5 kom árið 1996 og var hann 38,5 metra langur togari,
Kirkella númer 6 var 86,1 metra langur frystitogari og var hann seldur árið 2015
Kirkella Mynd frá síðu Samherja.is