Hvaða bátar verða eftir??


Núna er vetrarvertíð árið 2022 búinn, og ansi mikill fjöldi af línubátum voru við veiðar við á svæðinu frá Þorlákshöfn og að Sandgerði,

þegar að líða fór á maí þá fóru bátarnir að fara í burtu hver á eftir öðrum, 

enn eftir hafa þó nokkrir bátar verið á línuveiðum.

Dúddi Gísla GK var í Grindavík og hefur verið þar alla vertíðina, 

nokkrir bátar færðu sig yfir í Sandgerði.  t.d Sævík GK, Margrét GK og Geirfugl GK,

Þeir bátar eru ennþá á veiðum frá Sandgerði,

eini báturinn sem eftir er af 30 tonna bátunum er Vésteinn GK, enn hann var með tæp 8 tonn í síðasta róðri sínum og landaði í Sandgerði,

það er nú reyndar þekkt að línuveiðar báta yfir sumartímann sunnanlands eru mjög litlar,

enn reyndar þá hefur veiðin hjá þeim bátum sem ennþá eru á veiðum við Suðurnesin nokkuð góð.

t.d Geirfugl GK með tæp 10 tonn í 2.  Margrét GK um 20 tonn í 3 róðrum og Sævík GK 16,4 tonn í 2 róðrum.

þá er það bara spurninginn, hvaða bátur verður eftir á línuveiðum sunnanlands, eða þá bátar, eða fara allir í burtu?.

 
Vésteinn GK mynd Guðmundur St Valdimarsson