Hvalveiðar, 96% sögðu já.
Svo til allan desember mánuð árið 2024 þá var ég að með tengil
inn á könnun ársins 2024 sem var með 24 spurningum um hitt og þetta, og aðalega
varðandi pælingar um hver verður aflahæstur í þessum og þessum flokki árið 2024
það voru líka nokkrar aukaspurningar þar , og ég ætla aðeins að fara í þær hérna
fyrir það fyrsta þá vil ég þakka ykkur kærlega fyrir þáttökuna, því hún var mjög góð
því alls 936 manns kusu eða gáfu skoðun sína í þessari könnun.
Ein af þeim spurningum sem var spurt um.
Var ertu með eða á móti Hvalveiðum?
alls 888 manns svöruðu þessari spurningu
og niðurstaðan var afgerandi.
því 96% sögðust vera með hvalveiðum
og aðeins 4 % á móti hvalveiðum,
núna hafa verið að dynja af og til á okkur í fjölmiðlum landsins samskonar kannarnir, og þær eru yfir leitt
gerðar af hópum sem eru á móti hvalveiðum og við vitum hvernig svoleiðis kannarnir koma til með að líta út
Það var líka spurt um annað í þessari könnun ársins
enn það var hvort að Aflafrettir.is ætti að fara í áskrift, eins og er komið
með ansi marga fjölmiðla, til dæmis eru flestir net fjölmiðlar í Noregi orðnir þannig.
og þar var niðurstaðan nokkuð afgerandi
87% sögðu NEI, ekki setja aflafrettir.is í áskrift
13% sögðu já.
og þar sem ég hlusta á ykkur lesendir góðir, þá mun ég ekki setja Aflafrettir.is í áskrift.
ég er með flott fyrirtækið hérna bakvið síðuna sem styðja við bakið mér og
þið sjálf lesendir góðir hafið líka stutt við bakið á mér
enn allavega. 96% fylgjandi hvalveiðum,
og mér er það mikill heiður að myndin sem fylgir þessari frétt, kemur frá Föður mínum
Reynir Sveinssyni, sem var mikill ljósmyndari, enn hann dó fyrir einu ári síðan, enn skilur eftir
sig þúsunda mynda sem ég notað á þessa síðu og ein af þeim er þessi
en sagan á bakvið þessa mynd er ansi sérstök, og þið getið lesið um hana
Hvalbátur á leið á miðin, mynd Reynir SVeinsson