Hvar er Frosti ÞH??
Það hefur lítið sést að farið fyrir togbátnum Frosta ÞH sem er gerður út frá Grenivík.
Útgerðarfélagið sem gerir út Frosta ÞH keypti núverandi bát árið 2012 og gekk allt vel þangað til 2.okt árið 2018
að mikill eldur kom upp í vélarrúmi bátsins þar sem að báturinn var við togveiðar á Vestfjarðamiðum.
Þurfti að draga bátinn til hafnar og var hann dreginn til Hafnarfjarðar. Tjónið var mjög mikið á bátnum, þurfti að
endurnýja allt rafkerfi í vélarrúminu, auk þess setja nýja aðalvél, gír og skrúfu í bátinn. og var báturinn frá veiðum í 17 mánuði,
enn loksins fór báturinn á veiðar í lok febrúar árið 2020.
Gekk vel á bátnum út árið 2020 og fram í byrjun september árið 2021.
síðan hefur lítið sést til bátsins.
Frosti ÞH var í miklum breytingum hjá slippnum á Akureyri og var allt á millidekkinu endurnýjað. allt dekkið sem og lestin var klædd uppá
nýtt. Öll færibönd og allt sem var á millidekkinum var tekið í burtu og þegar ákveðið var að setja aftur í bátinn þá var fyrsta plan
að nota þau aftur, enn í ljós kom að þau voru bara búinn og því var ákveðið að smíða allt nýtt á millidekkið.
Fyrsti túr eftir þessar breytingar var núna um miðjan janúar enn þá komu í ljós ansi margir hnökrar á þessu nýja kerfi,
og því fór Frosti ÞH aftur til Akureyrar og gerðar lagfæringar sem komu í ljós í fyrsta túrnum.
Frosti ÞH kom með fullfermi úr sínum fyrsta túr eftir þessa breytingar og gæðin á fisknum voru í toppstandi.
Þó að hnökrar hafi verið á vinnslu í þessum fyrsta túr þá náði samheldin áhöfn að vinna útúr því,
Þorsteinn skipstjóri sagði í samtali við Aflafrettir að þessar breytingar hefðu tekið mun lengri tíma enn ráðgert var.
og loks þegar það var búið þá var báturinn á leið út á miðinn núna síðasta laugardag og Þorsteinn Harðarson skipstjóri
var þá að sigla út frá Akureyri og var búinn að setja á ferð þegar hann áttaði sig á því að ekkert var að gerast, þannig að
aftur þurfi að snúa við og fara til Akureyrar, og kom þá í ljós að gangráður var orðin haugryðgaður og ónýtur,
Núna er verið að skipta um gangráðinn og ráðgert að hægt sé að komast á sjóinn í kvöld eða á morgun. 4.febrúar.
Semsé ýmislegt búið að ganga á varðandi Frosta ÞH, en áhöfn bátsins bíður spennt eftir að komast til veiða enda er um 2600
tonna óveiddur kvóti á Frosta ÞH. og já þið eruð velkomnir til Sandgerðis. hehe
Frosti Þh mynd Guðmundur Guðmundsson