Hvar er Örfirsey RE?,,2017
Frystitogarinn Örfirsey RE fór til veiða í Barnetshafið í október síðastliðinn enn bilaði mjög alvarlega og var dreginn til Noregs, og þaðan í slipp í í Svolvær þar sem fyrirtækið Skarvik er staðsett.
Landað var úr Örfirsey RE 2. nóvember og kom í ljós að bilunin var mjög alvarleg. svokallaður skiptiteinn sem stýri stöðu skrúfublaðanna var brotinn og ekki hægt að gera við hann.
þá var sagt að vonandi tækist að koma Örfirsey RE aftur til veiða snemma í desember,
Og í þeirri frétt þá má sjá meiri myndir af skipinu
En hvar er Örfrisey RE núna,
Jú AFlafrettir eiga heimildarmann sem býr rétt hjá skipasmíðastöðinni og jú Örfirsey RE er ennþá í Skarvík og því er ljóst að þessi löndun 2.nóvember var síðasta löndun frystitogarans á þessu árið 2017.
Togarinn mun því ekki koma til landsins núna fyrir þessi áramót
áhöfn togarans er því búinn að vera atvinnulaus núna í um 2 mánuði útaf þessari bilun í Örfirsey RE og nægur er kvótinn, þvi togarinn á eftir að veiða um 3900 tonn af kvóta miðað við þorskígildi,
Mynd Frode Adolfsen