Hvar var Kristrún RE í janúar??,,2018
Jæja janúar mánuður 2018 er búinn og sjómenn geta vel við unað með bæði tíðarfarið í janúar sem og nokkuð góða veiði,
allir bátar voru að veiða bolfisk og það gekk nokkuð vel,
Bíddu nú við?. voru allir að veiða bolfisk.. hvar var línubáturinn Kristrún RE. ?
jú góð spurning. Kristrún RE var á línuveiðum um haustið 2017 og undanfarin ár þá hefur Kristrún RE verið á línuveiðum í janúar.
enn Kristún RE var hvergi sjáanleg inná línubátalistanum .
Hvar var þá eiginlega Kristrún RE?.
Jú það var nefnilega þannig að í fyrsta skipti í útgerðarsögu Kristrúnar RE þá var skipið sent á grálúðunetin og það í janúar,
Túrinn hjá þeim gekk feikilega vel og var áhöfnin á bátnum algjörlega einbáta á þessum veiðum því enginn annar netabátur var á þessum veiðum nema þeir.
Ástæða að þeir voru sendir á grálúðuna svona snemma var að kvótastaðan hjá bátnum var orðin ansi góð og haustið 2017 var gott aflalega séð og var því ákveðið að skipta út þorskinum fyrir grálúðu og henda áhöfninni beint í djúpu laugina og fara á grálúðunetaveiðar í janúar. þegar að myrkrkið er sem mest og veður eru mjög válind.
Túrinn gekk feikilega vel og þótt veður voru góð þá gerðu oft miklar brælur enn Kristrún RE er eins og þeir segja sjálfir hörku sjóskip og fór vel með áhöfnina . Komu þeir síðan til hafnar með fullfermi 272,8 tonn sem var allt grálúða og þar af smá slatti af þorski . tæp 700 kíló.
Semsé Kristrún RE var á grálúðuveiðum í janúar og gerðu það með glæsilbrag. að þeir urðu aflahæstir allra netabátar í janúar. Einungis Erling KE kom þar á eftir með um 220 tonn mest megnis af þorski.
Kristrún RE mynd Sigurður Bergþórsson
Hérna að neðan eru svo myndir sem voru teknar um borð í Kristrúnu RE núna í janúar