Hver er Fúsi ST..2017

Á nýjsta grásleppulistanum sem kom á síðuna núna í dag þá eru bátarnir sem eru að veiðum í innanverðum breiðarfirðinum að rjúka upp listann og það er eiginlega bara orðin spurning um það hvort að einhver þeirra nái topp sætinu.  


Fúsi ST gerði feikilega góða hluti á nýjasta listanum , hann fór hæst allra upp listann, fór upp um 103 sæti.  og ekki nóg með það því að báturinn var aflahæstur á listann með 13,6 tonn í aðeins 3 róðrum og þar af tvo róðra sem voru yfir 5 tonn,

enn hvaða bátur er þessi Fúsi ST.

já á Stykkishólmi eru flutningafyrirtækið BB og synir og eiga þeir ansi góðan flota sem mestmegnis stendur af MAN.  þar eru þeir fremstir bræðurnir Sævar og Hafþór Benediktssynir.  Sævar á einmitt svona hliðardæmi af BB og Synir sem heitir BB 2 og eiga þeir bátinn Fúsa ST.

enn afhvejru Fúsi ST.

jú Sævar sagði í samtali við Aflafrettir að það væri til teiknimyndasyrpa sem er um bátinn elías.  Töffarin í þeirri seríu heitir Fúsi.  afhvejru ST.  jú þeir hugsðu þetta þannig að ef þeir ætluðu að fara á strandveiðar að vera ekki á svæði A.  enda eru veiðar á því svæði alltaf stoppaðar fyrst.  

Reyndar bætti svo Margeir skipstjóri á Þórsnesi SH því við að Fúsi ST.  gæti líka verið  FÚ.  fyrstur út.  SI.  síðastur inn.

báturinn er mjög sérstakur í útliti. enn hann er greinilega feiklega mikill bátur þótt hann mælist aðeins 8 BT og er 9,7 metrar á lengd.  því að báturinn hefur komið með yfir 5 tonn í land á grálseppunni og allt var í lestinni nema eitt kar á dekki,









Sævar Eigandi og skipstjóri.  Myndi Móðir Sævars.


Bíll frá þeim.  Mynd Hafþór bróðir Sævars