Hver er Gollenes??,2016
A nýjsta norska uppsjávarlistanum sem kom á Aflafrettir.is í gær þá var þar mynd af ansi fallegum rauðum báti sem hét Gollenes. sá bátur vakti nokkura athygli mína og því fór ég aðeins á stúfana um þennan bát,
Gollenes er í eigu fyrirtækis sem heitir sama nafni og báturinn er hann gerður út frá FOSNAVÅG og er sá bær staðsettur sirka 400 kílómetra norðan við Bergen. semsé ekki eins norðarlega í Noregi og flestir íslendingarnir eru á sjó.
Gollenes var afhendur 28.september árið 2011. Skrokkurinn var smíðaður í Gdansk í Póllandi og var svo dreginn til Karstensens í Skagen þar sem að báturinn var kláraður.
Kostnaðurinn við smíðina á gengi dagsins í dag var 1,8 milljarður króna
Gollenes er 62,6 metrar á lengd og 12,8 metrar á breidd. um borð í honum eru átta RSW tankar sem samtals rúma 1380 rúmmetra af fiski.
Olíutankar eru 278 rúmmetrar og vatnstankar 46 rúmmetar
Aðalvélin er 4180 hestafla af MAN gerð og er skrúfan 3,6 metrar í þvermál. í bátnum eru þrjár ljósavélar allar af Scanía gerð og er hver þeirra 605 hestöfl.
Fyrsti í noregi.
Gollenes var fyrsta uppsjávarskipið í Noregi sem var hannað þannig að þeir dæla aflanum inn að aftan enn ekki á hliðinni eins og flest skipin gera.
Gollenes að fara í sjó í Póllandi,
Gollenes með fullfermi, Mynd Bjoern Hansen
Gollenes nýr. Mynd Kent Bandholm Hansen
Gamli Gollenes með fullfermi. mynd Hugo Löhre
Gamli Gollenes til hægri og nýi Gollenes til Vinstri. Mynd af FB síðu Gollenes