Hver er Skreigrunn??. 370 tonn í febrúar..2017

Eins og þið hafið tekið eftir lesendur góðir þá er á síðunni listi yfir norska báta að 15 metrum.  og núna yfir vertíðina þá er einn bátur þar sem hefur algjörlega haft einkarétt á toppsætinu,


Sá bátur heitir Skreigrunn, og sem dæmi þá fiskaði Skreigrunn í Febrúar um 370 tonn í 24 róðrum eða 15,4 tonn í róðri,

Hver er Skreigrunn?
Þetta vakti athygli mína þannig að ég fór í smá rannsóknarvinnu og reyndi að koma mér í samband við einhver þarna um borð, og já það gekk eftir.  því mér tókst að komast í samband við annan af tveim skipstjórum á bátnum.  

Skreigrunn hefur landað núna á stað í Noregi sem heitir Husöy.  Þessi staður er í raun eyja sem er tengd við land með vegi og þarna búa ekki margir.  eða rétt um 300 manns.  Þónokkur útgerð er þarna á þessum stað.

Tveir skipstjórar.  eru feðgar
Á Skreigrunn er 5 manna áhöfn og skipstjórarnir eru tveir.  Annar þeirra heitir Geir Helge Tøllefsen, sonur hans sem heitir Jørgen Tøllefsen .  Jörgen setti sig í samband við mig og ræddi við mig um veiðarnar hjá bátnum.

þeir þurfa ekki að fara langt út, þeir sigla í sirka klukkutíma út og eru þar í hópi með nokkuð mörgum netabátum.  og reyndar er það þannig að á listanum bátar að 15 metrum þá eru tveir bátar þar á listanum sem hafa verið að veiða á sama stað og Skreigrunn.  Erato og Elise Kristin.

Jörgen sagði að þeir væru vanalega með 6 trossur og í hverri trossu eru 15 net.  Báturinn hefur mokfiskað og komist uppí að landa um 40 tonnum eftir einn dag á veiðum.  

Gott meðalverð 
Allur aflinn fer í vinnslu í Husöy og fá þeir fast verið fyrir aflan.  þeir fá 279 krónur fyrir kílóið af fiski sem er síðan unnin ferskur í flug, og fá 257 krónur fyrir kílóið af fiski sem er settur í salt.

Miðað við þetta  þá má reikna með að aflaverðmætið hjá Skreigrunn hafi verið í febrúar liðlega 106 milljónir króna.

Hérna að neðan má sjá hvernig Skreigrunn hefur fiskað núna síðustu daga.

Skreigrunn Dagur Afli Tonn

04/03/17 17.9

03/03/17 6.3

02/03/17 14.7

01/03/17 32.0

27/2 15.3

26/2 23.0

25/2 28.7

24/2 7.1

23/2 6.6

22/2 13.1

21/2 18.5

20/2 27.7

19/2 27.7

Það má geta þess að Þetta er í fyrsta skipti í sögu Aflafretta sem að síðan tekur viðtal við skipstjóra í Noregi, og líklegast er þetta í fyrsta skipti í sögu sjávarútvegsnetmiðla á landinu sem að viðtal er tekið við norskan skipstjóra

Skreigrunn Mynd Oddremi Simonsen

Geir Helge Tøllefsen skipstjóri Mynd Vidar Bjorkli

Husöy, eyjan til hægri sem er tengd með vegi í land.