Hver verður aflahæstur?,,2017

11. maí er dagur sem samkvæmt gömlu dagatali er lokadagur vetrarvertíðarinnar.


í þá daga þá var oft á tíðum mikill slagur á milli báta um hver myndi verða aflahæstur yfir vertíðina,

núna er þessi slagur svo til með öllu horfin.  enda var þá iðulega mest um netabáta og var slagurinn á milli þeirra báta .

núna á vertíðinni 2017 eru netabátarnir ekki nema um 40 talsins  Mjög svo skringilega staða er kominn upp .

því að núna er spurninginn hver verður aflahæstur netabátanna.

og þessi skringilega staða er einfaldlega sú að valið stendur á milli þriggja báta,

Stálbátanna Erlings KE og Þórsnes SH.

og 30 tonna netabátinn Bárð SH.

vegna verkfallsins sem var fram í miðjan febrúar þá náði Pétur skipstjóri og áhöfn hans á Bárði SH að róa nokkuð stíft.

því er spurninginn.

mun í fyrsta skipti í sögu landsins plastbátur verða aflahæstur  netabátanna eða nær stálið því?.
því það er nú þannig að aldrei í sögu útgerðar á íslandi að plastbátur hefur orðið aflahæstur netabáta á vertíð


Bárður SH mynd Þröstur Albertsson

Erling KE Mynd Markús Karl Valsson

Þórsnes SH Mynd Vigfús Markússon