Hvernig gengur hjá Líðhamri í Færeyjum?
Fyrir rúmu einu ári síðan þá var frétt hérna á Aflafrettir
um að 2822, Særif SH hafi verið til frænda okkar í Færeyjum
Þið getið lesið þá frétt HÉRNA
plastbáturinn var að leysa af eikbát sem hét Líðhamar og sá bátur var orðin 76 ára gamall.
en hvernig hefur gengið núna hjá nýja bátnum frá því hann kom til Færeyja
jú Gamli báturinn var gerður út til um júlí 2023 og hafði þá landað 167 tonnum.
Nýi báturinn sem heitir líka Líðhamar tók þá við og réri til áramóta 2023-2024
og landaði á þeim tíma um 207 tonnuim , mest af ýsu 130 tonn og 45 tonn af þorski
núna árið 2024 þá hefur báturinn landað alls
221 tonni, og mest af því er ýsa 107, tonn. 64 tonn af þorski og 23 tonn af löngu.
Líðhamar í Færeyjum, mynd skipalistinn.fo