Hversu marga króka er bátur með??
Undanfarnar vikur hef ég verið að fá nokkur skilaboð frá Ykkur lesendur góðir
um að það þyrfti aðeins að stokka upp í listanum bátar að 21 BT og bátar yfir 21 BT.
því að það kemur í ljós að til að mynda nokkrir bátar sem eru á listanum bátar yfir 21 BT eru
til dæmis að róa aðeins með eina áhöfn, á meðan aðrir bátar róa með tvær áhafnir
sömuleiðis þá er krókafjöldi bátanna mismunandi og jafnvel eru krókafjöldi bátanna
sem eru á listanum bátar yfir 21 BT oft svipaðir og bátar sem eru á listanum bátar að 21 BT
enn til þess að ég geti fært báta til þá þarf ég að vita tvo hluti
1. Hvort það séu ein eða tvær áhafnir á viðkomandi báti
2. Hversu marga króka viðkomandi bátur hefur
Og hérna leita ég til ykkar lesendur góðir, enn svo til allir sjómenn á línubátunum í báðum þessum flokkum
fara daglega inná þessa síðu, Aflafrettir.is
og því leita ég til ykkar
En þar eru 18 bátar nefndir og þið getið þar sagt mér þessa hluti sem ég þarf að vita svo ég geti
haft bátanna á réttum lista miðað við þessar tvær forsendur
áhafnir og krókafjölda
Set hérna inn mynd af báti sem tengist þessu ekki neitt svo þetta sé ekki myndalaus frétt.
Beta VE mynd Gísli Reynisson