Ígulkerjaveiðibann. snertir einn bát!,2017

Fiskistofa hefur gefið út bann við veiðum á ígulkerjum  sem lesa má hérna að neðan


Samkvæmt reglugerð nr. 31/2017 eru allar veiðar á ígulkerjum óheimilar á veiðisvæði í innan-verðum Breiðafirði frá og með 22. janúar 2017. Svæðið afmarkast í austur og suður út frá punktinum 65°10'N og 22°40'V og að landi. Veiðisvæðin Breiðasund og Hvammsfjörður falla þar undir..

Undanfarin ár þá hefur aðeins einn bátur verið að stunda þessar veiðar og er það Fjóla SH sem að Gunnar Víkingsson er skipstjóri á.  

Aflafrettir slógu á þráðinn til Gunnars en hann var þá á sjó  á Fjólu SH og sagði hann að þau ár sem að hann hefði stundað þessar veiðar þá hefði ekki verið kvóti eða veiðiráðgjöf á ígulkerjunum.  
nema núna þetta fiskveiðiár þá var sett veiðiráðgjöf uppá 250 tonn og er búið að veiða upp í þá ráðgjöf.

Að sögn Gunnars þá lokar þetta bann á svo til allar veiðar Fjólu SH og hefur hann verið að leita utan við línuna og norður  með enn sagði hann að veiðin væri óttalegt skrap.  

Reyndar bættist annar bátur á þessar veiðar núna fyrir nokkru þegar að hin Fjóla sem heitir Fjóla GK kom á veiðarnar en hún hefur veitt mun minna af ígulkerjum en hin Fjólan SH


Fjóla SH Mynd Björn Ásgeir