Inga P SH á gildruveiðum á humri.
Humarvertíðin núna árið 2020 hefur verið mjög léleg, kvótinn var mjög lítill ekki nema um 235 tonn á síðasta fiskveiðiári
og litið er á síðasta humarlista sem er á AFlafrettir.is þá 28 ágúst var einungis búið að landa 149 tonnum af humri miðað við óslitinn humar,
Bátarnir sem veiða humarinn eru mjög fáir, aðeins 7 og það eru allt togbátar.
En það verður einhver breyting á því á næstunni,
því að í Ólafsvík hafa þeir félagar Hjörtur Sigurðsson og bróðir hans Klemens Sigurðsson ásamt Alfonsi Finnsyni ljósmyndara með meiru verið að gera tilraunaveiðar
með að veiða humar í gildrur við snæfellsnesið.
Báturinn sem þeir nota er Inga P SH sem hét áður Kvika SH.
Kvika SH hætti að gera út um sumarið 2013 og lá uppá landi skammt frá Arnarstapa þangað til að báturinn var tekinn í Bátahöllina á Hellissandi
og þar mikið endurnýjaður og lagaður og breyttur til þess að vera með gildrur um borð,
Hjörtur og Sigurgeir Brynjar sem er framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum eiga Ingu P SH, og Sigurgeir hafði heyrt af því að það væri humar í grennd við Snæfellsnesið
og vildi gera tilraun með veiðar.
Fyrst var farið með 70 gildrur norður af Bárðargrunni með 15 faðma millibili og beitt var síld af Færeyjarmiðum. ekkert var í þessum gildrum nema slatti af beitukóngi og nokkrar rækjur,
Næst var gildrunum hent niður vestur af Öndverðarnesi, og þar fékk ansi góður afli á um hundrað faðma dýpi,
áætlað var að það hefði verið um 300 grömm í gildri að meðaltali.
að sögn Sigurgeirs þá er planið að láta Ingu P SH vera á þessum veiðum fram í apríl á næsta ári og ráðgert að er að fjölga gildrunum upp í 1000 stykki
Humarkvótinn sem báturinn fær kemur frá vinnslustöðinni og humarinn sjálfur er fluttur þangað til vinnslu,
árið 2007 þá gerðu þeir svona tilraun þá á báti sem hét Sjöfn VE ( þessi bátur er í dag Agnar BA), var þá Hjörtur skipstjóri og gengu þær nokkuð vel
Verður fróðlegt að fylgjast með hvernig þeim mun ganga á Ingu P SH við þessar veiðar.
Það má geta þess að nafnið á bátnum Inga P SH. Inga P var amma konu Hjartars og mikil vinkona hans.
Elliði GK
í Gegnum tíðina þá hafa ekki margir bátar reynt fyrir sér á gildruveiðum á humri, e
enn fyrsti báturinn sem hóf þær veiðar var stálbáturinn Elliði GK sem að Miðnes HF í Sandgerði átti og gerði út,
Elliði GK stundaði veiðar í jökuldýpinu 1989 til 1991, enn veiðunum var sjálfhætt þegar að eldur kom upp í bátnum og Elliði GK eyðilsagðist,
Veiðarnar gengu mjög vel hjá Elliða GK en báturinn var með 2500 gildrur og dróg á dag um 1250 gildrur.
meðalafli hjá Elliða GK var um 220 grömm í gildru,
Það má geta þess að eftir að Elliði GK brann þá tók Jón Gunnlaugs GK við veiðunum í nokkurm tíma, enn hann fór meðal annars í það að draga upp gildrurnar sem að Elliði GK átti í sjó þegar hann brann í júlí árið 1991
Inga P SH Mynd Alfons Finnson
Klemens Sigurðsson skipstjóri með gildru og humar
Hjörtur bróðir Sigurðar með gildru og þarna sést meðal annars hvernig gildrunum er komið fyrir í bátnum Myndir Alfons Finnson, myndir sem birtust á vef vinnslustöðvarinnar. vsv.is