Ísak AK seldur.

Akranes.. var lengi vel stórútgerðarbær og bæði mjög þekkt loðnuskip og togarar réru frá Akranesi og þar var fyrirtækið Haraldur Böðvarsson sem meðal annars átti tengingu við Sandgerði,


síðan fóru togarnir að hverfa einn af öðrum og loðnuskipin og eftir stóð að árið 2022, er enginn togari sem landar á Akranesi, og einu bátarnir þar eru litlir bátar 

sem eru með kvóta skráðan á Akranes.

 Ebbi AK og Ísak AK
Tveir af þeim bátum sem róa frá Akranesi 2021 eiga sér langa útgerðarsögu frá Akranesi.  það eru Ebbi AK og Ísak AK.

Ísak AK sem er 21 stálbátur svokallaður bátalónsbátur hefur verið gerður út frá Akranesi síðan árið 2001, og árið 2005 þá kaupir Eiður Ólafsson útgerðarmaður bátinn.

Eiður hefur róið á Ísak öll árin og verið þá að mestu á netaveiðum , skötuselsveiðum og grásleppuveiðum.  

auk þess þá tók hann þátt í makríl, og þau ár sem að Eiður hefur gert út bátinn þá hefur gengið mjög vel hjá honum.  

 Ísak AK seldur
Núna hefur Eiður selt bátinn. og kaupinn er Eskja ehf á Eskifirði.

það er reyndar nokkuð síðan hann seldi bátinn því báturinn var seldur í águst 2021.

þessi sala er nokkuð sérstök því að iðulega þegar að bátur er seldur þá er kvótinn hirtur af honum og bátnum lagt eða seldur kvótalaus, enn í tilfelli Ísaks AK þá er aðeins annað í gangi,

Afhverju var báturinn seldur
Eiður sagði í samtali við Aflafrettir að helsta ástæða þess að hann seldi bátinn var sú  " litlar aflaheimildir sem til stóð að skerða enn meira og þar af leiðandi voru hlutirnir orðir hundleiðinlegir".

jú við vitum um kvótann að hann er að skerðast og færri sem eiga kvóta.  enn það er önnur ástæða líka fyrir þessari sölu

Eiður  sagði að "  mjög erfitt með að manna bátinn, meðal annars útaf því kvöð um að það sér stýrimaður um borð út af mönnunarreglum. "  ef róður er lengri enn 14 tímar þá þarf að vera stýrimaður

og eins og Eiður segir þá er enginn maður með réttindi að ráða sig á bát sem er með 70 tonna kvóta.  því að leigan á þorski er kominn alveg útúr kortinu og það er eins og

það sé verið að spila rússneska rúlletu eins og Eiður segir

Eskja á núna Ísak AK og ræður útgerð hans, en aftur á móti þá losnar Eiður við þessar áhyggjur sínar um kvóta því að Eskja á ansi duglega þorskkvóta sem þeir veiða ekki, því Eskja stundar ekki 

bolfiskvinnslu.

  í raun þá er líka þessi sala nokkuð sérstök því að vanalega þegar að bátar með kvóta eru seldir þá er kvótinn tekinn af þeim og báturinn annað hvort lagt eða þá seldur kvótalaus

enn í tilfelli Ísaks AK þá er báturinn ennþá með kvótaheimild og fékk t.d úthlutuðum kvóta núna 1.september 2021.

Eldri sjómenn hafa róið mikið með Eiði undanfarin ár og þeir munu halda áfram að róa á ÍSak , því framundan er grásleppuvertíð, en í raun þá er útgerð Ísaks AK alveg núna í höndum Eskju á Eskifirði.

Undanfarin 2 ár þá hefur Eiður róið einn á Ísak AK nema þegar að hann er á grásleppunni.  


Ísak AK mynd Sigurður Bergþórsson