Ísey ÁR nýtt nafn á fagurlituðum báti,,2019

Var á ferð í Hafnarfirði í dag og rak þá augun í ansi fallegan litaðan bát.  Var þarna  um að ræða bát sem eitt sinn hét lengi vel


Gulltoppur GK.  og þar síðast Kristbjörg ÁR

Báturinn var undir þeim nöfnum fagurblár að lit

enn núna hefur þessi sami bátur fengið nafnið Ísey ÁR 11

og liturinn vekur athygli.  svona grænblár.  nokkur fallegur litur og frekar óvenjulegur litur,  ekki margir bátar sem hafa þennan lit

Sami eigandi er að Ísey ÁR og var að KRistbjörgu ÁR.  

Báturinn stundaði síðast dragnótaveiðar í nóvember og var þá Grétar Þorgeirsson sem var lengst af tengdur við Farsæl GK,

um 188 tonna kvóti er á bátnum sem er búið að leigja á bátinn og er óveiddur

Báturinn er með öllum dragnótabátunaði um borð og því er örugglega bara stutt í veiðar á bátnum









Myndir gísli Reynisson