Ísey EA með túnfisk í dragnótina

Einn er sá fiskur sem er ansi verðmætur enn íslendingar hafa ekki veitt af neinu viti

það er túnfiskurinn.  hann er í landhelginni og fyrir utan hana.

helst eru það bátar frá Japan sem hafa komið og veitt túnfiskinn enn bátarnir sem þær veiðar stunda eru með gríðarlega öflugt 

kælikerfi því það þarf að geyma fiskinn í allt að 70 stiga frosti.

einn bátur á íslandi var breytt sérstaklega fyrir þessar veiðar og var það Byr VE sem var með þessi öfluga kælikerfi. enn útgerð bátsins gekk því miður

ekki vel og á endanum þá hættu þeir.

Nokkrir Vísis bátar reyndu fyrir sér á túnfisksveiðum t.d Jóhanna Gísladóttir GK og báturinn Stafnes KE var líka á þessum veiðum fyrir um 10 árum síðan,

síðan hefur í raun ekkert verið veitt af túnfiskinum enn hann kemur af og til í troll togara og frystitogara,

Grétar Þorgeirsson sem er skipstjóri á dragnótabátnum ÍSey EA var við veiðar sunnan við Eldey á um 60 faðma dýpi þegar í einu halinu 

þeir fengu þetta stóra og mikla túnfisk í dragnótina,

fiskurinn reyndist vera 250 cm langur og vigtaði 211 kíló.

Ísey EA var með um 3 tonn af fiski og var túnfiskurinn seldur á uppboði á FMS í Grindavík,

kaupandinn var Atlantic Seafood og fengust 323 kr fyrir kílóið af fiskinum 

aflaverðmætið af fiskinum var því um 68 þúsund krónur 

og að sögn Grétars þá var fiskurinn kafísaður og var því vel kældur þegar í land var komið





Áhöfnin á Ísey EA með túnfiskinn.  Myndir Grétar Þorgeirsson