Ísfell ehf 14 ára samvinna

Síðan aflafrettir.is hefur verið í gangi síðan árið 2007, þetta er ansi langur tími eða kominn í 18 ár


Öll þessi 18 ár þá hef ég Gísli Reynisson séð um að skrifa allt sem á síðuna kemur

Nokkur fyrirtæki hafa verið á aflafrettir.is ansi lengi enn þeirra lengst er Ísfell ehf

Ísfell kom á síðuna árið 2010,og hefur því verið á síðunni í 14 ár.  

Það var kominn tími til þess að skipta um borða, enn borðinn sem var efst á síðunni var orðin 8 ára gamall

svo nýr borði er kominn og hérna er smá um Ísfell.


Ísfell er leiðandi fyrirtæki í sölu, þjónustu og hönnun á veiðarfærum.

 Í vöruþróun fyrirtækisins er lögð áhersla á að vera í góðum samskiptum við birgja, útgerðir, sjómenn og viðskiptavini, til að heyra þeirra kröfur og væntingar. Áhersla er lögð á að tileinka sér fljótt nýjungar í hönnun veiðarfæra með það fyrir augum að gera þau létt í drætti, sterkbyggð með góða endingu og hámarka veiðigetu skipa. Ísfell er leiðandi fyrirtæki í hönnun, sölu og þjónustu á útgerðar-, fiskeldis-, iðnaðar- og öryggislausnum. 

Þjónusta fyrirtækisins markast af góðu úrvali af gæðavörum, áreiðanleika gagnvart viðskiptavinum og frammúrskarandi starfsfólki með víðtæka þekkingu á ýmsum búnaði fyrir sjávarútveg og iðnað.


Fyrirtækið rekur 8 þjónustu- og framleiðslueiningar í kringum landið; í Hafnarfirði, Þorlákshöfn, Sauðárkróki, Húsavík, Akureyri, Ólafsfirði og í Vestmannaeyjum. Þar er boðið upp á útgerðarvörur til togveiða, netaveiða, línu- og krókaveiða, dragnótaveiða eða nótaveiða. Einnig hífi- og festingabúnað, ýmsar rekstrarvörur og björgunarvörur.


Ísfell er eina fyrirtækið á Íslandi sem er meðlimur að Lifting Equipment Engineers Association (LEEA). LEEA eru alþjóðasamtök lyftitæknigreina, sem starfa á heimsvísu og eru leiðandi samtök hvað varðar alla starfsemi fyrirtækja sem nota og framleiða hífíbúnað. Starfsmenn Ísfells sækja regluleg námskeið hjá LEEA og sýna fram á kunnáttu sína með skriflegum prófum. Ef ásættanlegur árangur næst í prófum fær viðkomandi starfsmaður prófskírteini útgefið af LEEA sem sýnir fram á hæfni til að taka út hífibúnað hvar sem er í heiminum.


Ísfell sérhæfir sig í sölu á hífi- og fallvarnarbúnað og hefur leyfi til þess að skoða búnað sem skylt er að gera a.m.k. einu sinni á ári. Birgjar Ísfells eru með áratuga reynslu á framleiðslu hífi- og fallvarnarbúnaði, þar með uppfylla þeir alla ströngustu öryggisstaðla sem til iðnaðar eru gerðar. 


Með aukinni öryggismenningu er orðið sífellt algengara að fyrirtæki sendi starfsmenn sína á rafræna hífi- og/eða fallvarnarnámskeiðið hjá Ísfelli, þar sem farið er yfir notkun og meðhöndlun slíks búnaðar. Á námskeiðum er lögð áhersla á að minnka slysahættu með réttri meðhöndlun búnaðar og að búnaður endist sem lengst. Að loknu námskeiði, eftir að hafa sýnt fram á þekkingu sína á námsefninu gefur Ísfelli út viðurkenningarskírteini um að viðkomandi hafi tekið námskeið hjá fyrirtækinu með fullnægjandi árangri. Námskeiðið má nálgast á heimasíðu Ísfells: www.isfell.is


Set svo mynd hérna með svo þetta sé ekki myndalaus pistill, enn borðinn hérna efst virkar líka sem tengill inná heimasíðu Ísfells



Fanney EA áður Tryggvi Eðvarðs SH að koma til Akureyrar Mynd Gísli Reynisson