Íslandsmet á Strandveiðum. Nökkvi ÁR

Núna í maí mánuði þá hafa um tæplega 450 bátar verið að stunda strandveiðar og þær hafa gengið vel,


Veðráttan hefur hjálpað til við að bátarnir hafa komist út og flestir hafa náð skammtinum sínum.

Flestir bátanna eru bátar þetta 6 til 10 tonn og fáir bátar úr stáli á veiðum,

tveir stærstu bátarnir eru jafnframt stystur bátar.  Garpur RE og Nökkvi ÁR 

 Nökkvi ÁR 
Garðar Guðmundsson á og gerir út Nökkva ÁR og hefur hann gert út bátinn síðan árið 2000.

Hann hefur róið á bátnum á strandveiðum yfir sumartímann frá því að strandveiðar voru fyrst leyfðar árið 2009,

í reglum um strandveiðar er talað um að ekki mega róa um helgar, ekki á föstudögum, túr má ekki vera lengri enn 14 tímar höfn í höfn

og 800 kíló af þorski miðað við óslægt í hverjum róðri,

aftur á móti þá má veiða eins mikið af ufsa og hægt er innan þess ramma sem getið er á í reglum.

Mokveiði á ufsa
Garðar fór núna um miðjan maí frá Þorlákshöfn og útá Selvogsbanka, en þangað er 3 klst stím, og það þýddi að báturinn 

var 6 klukkutíma í siglingu og hafði því aðeins 8 klst til að veiða,

og heldur betur að Garðar lenti í mokveiði, því að hann lenti í ufsamoki.  Stór og mikill ufsi beit á krókanna 

og sagði Garðar að þetta var mikið puð enda er hann einn á bátnum og háar lunningar.

Garðar þurfti að hætta veiðum fyrr áður enn þessir 8 tímar voru komnir því að skammturinn af þorski var kominn,

voru þá komin í bátinn um 4,5 tonn og af því var ufsi 3,7 tonn.

er þetta einn mesti afli sem að strandveiðibátur hefur fengið í einni löndun og má segja að 

 Íslandsmet!
Garðar hafi sett íslandsmet í mestum strandveiðiafla á einum degi,

Mjög gott verð var á markaði fyrir ufsan eða um 236 kr á kg  og var því ufsinn um 870 þúsund krónur 

og dagurinn í heild um 1,2 milljónir króna í aflaverðmæti,

Ufsinn er brellinn fiskur og sagði Garðar að hann fór síðan tvisvar aftur þarna út á Selvogsbankann á nákvæmlega 

sama stað, og fékk þá í fyrri túrnum um 1,2 tonn af ufsa og í þeim seinni aðeins 100 kg af ufsa


Nökkvi ÁR mynd Hreiðar Jóhannsson