Íslandsmet hjá Háey II ÞH. ,2019
Eins og greint var frá hérna á Aflafrettir þá lenti áhöfnin á Jón Ásbjörnsson RE í mokveiði skammt utan við Þjórsársósa, og sú veiði dró til sín nokkra báta,
t.d Von GK sem hefur fiskað vel þarna, en auk þess Berg Vigfús GK, Betu GK og Sævík GK.
Tveir bátar hófu veiðar þarna líka núna um miðjan febrúar og þeir bátar komu ansi langt að.
voru það Lágey ÞH sem hefur mest komið með um 12 tonn í land í einni löndun,
og Háey II ÞH Báðir komu frá Raufarhöfn
Svakalega veiði hjá Háey II ÞH
Háey II ÞH lenti heldur betur í mokveiði núna fyrir nokkrum dögum síðan og má segja að það hafi verið heppni að það bilaði um borð í bátnum,
Kristinn Hrannar Hjaltason sagði í samtali við Aflafrettir að þegar þeir voru búnir að leggja aðeins 7 rekka eða um 8400 króka þá bilaði beitningarvélin,
Gott mál að það bilaði
já merkilegt að segja að það hafi verið gott að vélin bilaði.
þetta eru einungis rétt um 19 balar í sjó,
en ástæða að það má segja að hafi verið gott mál að þ að bilaði því að þeir lentu í svo rosalegri mokveiði að annað eins hefur ekki sést,
Íslandsmet
Háey II ÞH kom í land nefnilega með 14,3 tonn sem fengust aðeins á þessa fáu króka,
og það gerir um 768 kíló á bala eins og miðað er oft við,
Þessi afli á bala er langmesti afli sem Aflafrettir vita um á bala og því má segja að áhöfnin á Háey II ÞH hafi sett íslandsmet í mestum afla á bala.
Með þessari mokveiði þá slógu þeir aflamet sem að Addi Afi GK setti í febrúar árið 2012 þegar þeir komust í 685 kíló á bala rétt utan við Sandgerði.
Bara svo til að gefa hugmynd að hefðu þeir lagt alla línuna þá hefði þeir komið með í land um 27 tonn sem er mun meira enn báturinn getur borið.
engu að síður ótrúlegur afli á ekki nema um 19 bala,
Háey II ÞH Mynd Þór Jónsson