ÍSLANDSMET hjá Jóhönnu Gísladóttir GK!!,2016

Einn allra besti línumánuðurinn á íslandi má segja frá upphafi  október að klárast og eins og fram kemur í  frétt sem er hérna á síðunni um metaregnið.  7 bátar yfir 500 tonnin......  


Áhöfnin á Jóhönnu Gísladóttir GK tók að sjálfsögðu þátt í þessu metaregni sem fram kemur í fréttinni sem klikka má á hérna að ofan  í orðunum 7 bátar yfir 500 tonnin,

Ekki nóg með að þeir settu met,  heldur setti Jóhanna Gísladóttir GK  Íslandsmet undir stjórns þeirra Ólafs Óskarssonar og Jóns Hafliðasonar.  og voru þeir að mestu á veiðum á norðaustur svæðinu norður af Langanesi

heildaraflinn 

709,3 tonn í aðeins fimm róðrum og gerir það meðalafla uppá 141,8 tonn.  Ekki nóg með að þessi heildarafli sé íslandsmet, heldur var síðasta löndun bátsins uppá 153,9 tonn líka íslandsmet ,.  því aldrei áður hefur íslenskur línubátur landað eins miklum afla í einni löndun og þessi löndun var,

Jóhanna Gísladóttir GK er með 49 þúsund króka beitningavél um borð enn þeir leggja vanalega ekki alla krókanna.  í síðasta túrnum sem var þessi stóri 154 tonn þá lögðu þeir 234500 króka

og reiknað afla á bala þá gerir það 296 kíló á bala miðað við 450 króka bala.
þetta aflamet er svo rosalegt að það eru ekki margir bátar sem koma til greina sem geta bætt það og helst er það Anna EA og jú Jóhanna Gísladóttir GK 

enn Íslandsmet hjá áhöfninni á bátnum og að sjálfsögðu óskar Aflafrettir áhöfn bátsins til hamingju með árangurinn.  



Jóhanna Gísladóttir GK mynd Ólafur Kolbeinn Guðmundsson