Íslandsmet hjá Klett ÍS ,2018

Það er búið að vera mikið fjör á sæbjúgnaveiðum núna þetta árið og ef horft er á fiskveiði árið 2017-2018 þá eru bátarnir með ansi mikinn afla,


fjórir bátar eru komnir yfir 600 tonnin á þessu fiskveiði ári

og af þeim þá eru tveir bátar komnir yfir 900 tonnin,

Þristur BA sem er eini báturinn sem er óyfirbyggður er kominn með um 930 tonn og síðan er það Klettur IS ,

Klettur ÍS tókst nefnilega í dag að rjúfa 1000 tonna múrinn á sæbjúgnaveiðum

Bergur Garðárson og áhöfn hans á Kletti ÍS var frá veiðum í um 3 mánuði enn þrátt fyrir það þá tókst þeim núna að fara yfir 1000 tonnin og nokkrum tonnum betur,

er aflinn hjá Kletti ÍS kominn í 1006 tonn í 106 róðrum eða 9,5 tonn í róðri,

vel gert og nú er spennandi að sjá hvort að Þristur BA nái því að fara líka yfir 1000 tonnin,


Þar með hefur líka áhöfninn tekist að setja íslandsmet því aldrei áður hefur bátur náð að fiska 1000 tonn af sæbjúgu á eini ári.



Klettur ÍS þarna Klettur MB.  Mynd Vigfús Markússon