Íslandsmet hjá Sighvati GK,2019
Í lok janúar þá skrifuð frétt á Aflafrettir.is um risalöndun hjá Sighvati GK þegar að báturinn með um 143 tonn í land í einni löndun,
Nýji Sighvatur GK stimplaði sig með þessum 143 tonna löndun í hópi með burðarmestu línubátanna og þar í flokki t.d með Jóhönnu Gísladóttir GK og Sturlu GK sem báðir hafa komist yfir 150 tonn í einni löndun,
Nýjasta löndun Sighvats GK gerir þó tmun betur heldur enn allt hitt því að báturinn kom í land til Grindavíkur með risalöndun og vægt sé tekið til orða,
því landað var út bátnuim 165,5 tonn og af því þá var þorskur 113 tonn og ýsa 21 tonn,
Sighvatur GK var að mestu að veiðum við Suðurströndina og var túrinn nokkuð langur eða tæp ein vika,
Þessi afli er langmesti afli sem íslenskur línubátur hefur komið með í land í einni löndun
og já þetta er því Íslandsmet hjá Sighvati GK með þessum 165 tonna löndun,
Óli skipstjóri sem var með bátinn í 143 tonna róðrinu var skipstjóri í þessum róðri líka, þessum metróðri,
Sighvatur GK mynd Jón Steinar Sæmundsson