Jakob í Noregi ónýtur eftir mikil eld í bátnum
Eitt það allra versla sem að sjómenn geta upplifað er þegar að eldur kviknar um borð í báti eða togara sem er útá sjó
Jón Páll Jakobsson sem gerir út línubátinn Jakob í Noregi, lenti ansi illilega í því núna fyrir stuttu siðan
Þeir voru á sjó og voru á leið í Varanger fjörð til þess að leggja línu, og voru staddir mjög nálægt
landi, þegar skyndilega kom upp eldur í bátnum og á aðeins 5 mínuntum þá var báturinn orðinn alelda
um borð í bátnum voru 50 línubalar og þeir bráðnuðu, enn eldurinn komst ekki niður í vélarrúm,
þegar að eldurinn kom upp þá voru þeir um 0,4 milur frá Svartnes og náðu að sigla þangað inn,
kanski sem betur fer þá voru þeir stutt frá landi því að ekki var hægt að komast að björgunarbátnum því eldurinn
var þar. það kom björgunarbátur sem sprautaði á Jakob og náði að bjarga framhlutanum.
engu að síður þá er jakob ónýtur og sagði Jón Páll að það voru þrír í áhöfn bátsins, og slluppu þeir allir ómeiddir.
enn mikið áfall engu að síður.
þessi bátur Jakob er einn af nokkrum stysturbátum sem voru smíðaðir á Akranesi, og voru kallaðir Sputnik bátar. þeir voru t.d Happadís GK, Lágey ÞH og Gestur Kristinsson ÍS. fjórði báturinn sá sem að Jón páll keypti
lá uppá landi í stykkishólmi ansi lengi, en skipavík í Stykkishólmi hafði keypt síðasta bátinn, og var ekkert gert við þann bát fyrr enn
Jón Páll kaupir bátinn, klárar hann og skírir hann jakob. enn núna er saga þess báts á enda
Myndir frá Jón Páli