Johan Berg í Noregi,2015
Lítum aðeins til Noregs.
það er nokkuð merkilegt enn það er mjög mikið af nótabátum þar sem eru undir 40 metra langir sem eru gerðir út fr Noregi. margir þessara báta veiðar síld og makríl sem flokkast sem uppsjávarfiskar og þá þorsk, ýsu og ufsa í nót eða dragnót.
Hérna er einn af þessum bátum. Hann heitir Johan Berg N-145-VR. Er hann 37,6 metra langur, 9 metra breiður og mælist 476 tonn. um borð í bátnuim er 1016 hestafla vél. Johan Berg er smíðaður árið 2003
Báturinn er með ágætis kvóta. af uppsjávartegundunum þá var hann með 877 tonna síldarkvóta og 137 tonna makrílkvóta.
Bolfiskkvóti bátsins
Ýsa 111 tonn,
Ufsi 197 tonn
Þorskur 530 tonn,
núna þetta ár 2015 þá hefur báturinn landað 1155 tonnum af uppsjávarfiski og af því eru 979 tonn af síld, hitt er makríl,
af bolfiskinum þá hefur báturinn landað 77 tonn af ýsu, 207 tonn af ufsa og 529 tonn af þorski,
Samtals hefur því báturinn landað 1968 tonnum núna í ár.
Mynd Frode Adolfsen
Mynd Andreas