Jóhanna Magnúsdóttir RE og Skálavík ÁR ,1981

ég ætla að halda áfram að fjalla um þennan rosalega mánuð sem Apríl árið 1981 ár var.  



Óhætt er að segja að allir bátar sem réru suðvestanlands og jafnvel vestur um land hafi mokveidd þennan umtalaða mánuð.  

ég ætla að núna að setja saman tvo báta hérna til umfjöllunar.  Báðir þessir bátar lönduðu hjá Fiskverkun á Eyrarbakka.   Bátarnir tveir sem eru hérna hétu Jóhanna Magnúsdóttir RE sem var 40 brl eikarbátur smíðaður árið 1956 í Reykjavík og hinn hét Skálavík ÁR sem var smíðaður á Seyðisfirði árið 1970 og er hann 48 brl
Þess má geta að Skálavík ÁR er ennþá til í dag enn hann heitir Harpa HU og er gerður út frá Hvammstanga.

Jóhanna Magnúsdóttir RE mynd Tryggvi Sigurðsson


Skálavík ÁR mynd Vigfús Markússon

Kíkjum á hvernig þeim gekk.  enn mjög gott er að fylgjast með þessum tveimur bátur því þeir fóru jafn marga róðra og réru nákvæmlega sömu daganna.

byrjun á viku númer 1.  sem nær frá 1 til 4 apríl,
Reyndar er inní viku nokkrir dagar í mars enn hérna munum við bara skoða apríl,

Skálavík ÁR fór í 3 róðra og var með 19,3 tonn eða 6,4 tonn í róðrum 

Jóhanna Magnúsdóttir RE var með 28,4 tonn í 3 róðrum eða 9,5 tonn í róðri.  
Þessum afla landaði Jóhanna Magnúsdóttir RE í Reykjavík og af þvi var 14,6 tonn í einni löndun sem var fyrsti róðurinn í apríl.  góð byrjun og er þar með Jóhanna Magnúsdóttir RE orðin ofar,

Vika númer 2.  sem er frá 5 til 11 apríl

Hérna var veiðin fremur rólegt fram til 10 apríl enn þá fóru 10 tonna róðrar að láta sjá sig.  
Þessa viku var SKálavík ÁR með 53 tonn í 6 róðrum eða 8,8 tonn í róðri.  af þessum afla þá kom Skálavík ÁR með 19 tonn þann 11 apríl og 18 tonn 10 apríl.  
Skálavík ÁR komið með 72,3 tonn,


Jóhanna Magnúsdóttir RE fór eins og Skálavík ÁR í 6 róðra og var með 48,8 tonn eða 8,1 tonn í róðri.  stærsti róður 12,8 tonn.  og er báturinn hérna kominn til Þorlákshafnar
Jóhanna Magnúsdóttir RE komið í 77,2 tonn og er enn með forystuna á Skálavík ÁR.

Vika númer 3. sem er frá 12 til 18 aprí,

Þegar hérna er komið við sögu þá er páskastopp komið inní og því voru aðeins farnir 2 róðrar á þessum tímabili,
enn þrátt fyrir aðeins 2 róðra þá var aflin góður.  Skálavík ÁR með 30,4 tonn í 2 róðrum eða 15,2 tonn í róðri.  og var stærri róðruinn 18,8 tonn,
Skálavík ÁR komið í 102,7 tonn,

Jóhanna Magnúsdóttir RE var sko enginn eftirbátur Skálaberg ÁR hérna því að báturinn landaði 31,8 tonn í 2 róðrum eða 15,9 tonn í róðri.  og var stærri róðurinn 18,9 tonn,
Jóhanna Magnúsdóttir RE komið í 109 tonn og eykur aðeins forskot sitt á Skálavík ÁR ,

Vika númer 4.  sem er frá 19 til 25 apríl.  Drekkhlaðin Jóhanna Magnúsdóttir RE

Hérna hófust veiðar 22 apríl og strax lentu bátarnir í mokveiði og risa landanir sáust, séstaklega hjá Jóhönnu Magnúsdóttir RE .
Skálavík ÁR var í mokveiði og landaði alls 89 tonnum í aðeins 4 róðrum eða 22,2 tonn í róðri.  það má segja að hafi verið fullur bátur í hverjum róðri.  Strærsti róðurinn var 27,5 tonn.
Skálavík ÁR komið í 191,7 tonn,

Jóhanna Magnúsdóttir RE sem var eins og að ofan segir nokkru minni bátur enn Skálavík ÁR byrjaði þetta tímabil á gjörsamlega smekkfullum báti.  því báturinn kom í land með 31,3 tonn og má leiða af því líkum af lestin hafi verið stútfull og eitthvað af fiski á dekki.
samtals landaði báturinn á þessu tímabili 75,9 tonnum eða 18,9 tonn í róðri.  Það sem lækkar þessa tölur svona mikið miðað við Skálavík ÁR var einn 7 tonna róður.
Þetta þýddi að Jóhanna Magnúsdóttir RE var komin í 184,9 tonn og þar með Skálavík ÁR frammúr,

Vika númer 5 sem var frá 26 apríl til 30 apríl,

Hérna var Skálavík ÁR með 60,9 tonn í 4 róðrum eða 15,2 tonn í róðri og var stærsti róðurinn 23,4 tonn,
var þá Skálavík ÁR komið í 252,6 tonn sem var þá lokatalan fyrir bátinn í aprí, sem er nú ansi gott á ekki stærri báti

Jóhanna Magnúsdóttir RE fór líka í 4 róðra og var með 52,8 tonn eða 13,2 tonn í róðri og var stærsti róðurinn 19,7 tonn,
Samtals endaði því báturinn í 237,7 tonnum,