Jökull ÞH seldur, 2019

í nokkur ár þá hefur legið við bryggju á Húsavík ansi fagur stálbátur sem heitir Jökull ÞH 259.


Núna er búið að selja bátinn og er hann að fara til Noregs til þjónustu við olíuiðnaðinn þar í landi,

 Sagan
Jökull ÞH var smíðaður árið 1964 í Noregi fyrir Leó Sigurðsson og fyrsta nafn bátsins var Súlan EA 300.  Reyndar þá var þessi bátur ekki fyrsti 

báturinn sem fékk nafnið Súlan EA 300, því einn annar bátur hafði heitið því  nafni nokkru áður,

Súlan EA 300 var þá 234 tonn að stærð, en 1966 þá lét Leó lengja bátinn í Noregi og mældist þá bátuirnn 257 tonn,

1967 þá kom ný og stærri Súla EA 300 sem við þekkjum öll og var þessi bátur með skipaskrnarnúmerið 1060. 

gamli báturinn var þá um smá tíma Súlan EA 310.,

1968 þá er báturinn seldur til Ólafsfjarðar og fékk þar nafnið Stígandi ÓF 30.

Var þar til 1974 er báturinn er seldur til Reykjavíkur og fékk þar nafnið Stígandi RE 307.

Var endurmældur 1975 og mældist þá 207 tonn,

1980 var báturinn seldur til Keflavíkur og fékk nafnið Jarl KE 31.

1984 var báturinn seldur til Vestmannaeyja og fékk þar nafnið Valdimar SVeinsson VE 22 og með  því  nafni var hann allra lengst

Því hann var með þessu nafni í 16 ár.  

árið 2000 þá urðu þrjú nöfn á bátnum,

fyrst í apríl árið 2000 þegar að báturinn fær nafnið Beggi á Tóftum VE 28.  

í maí er báturinn orðinn Beggi á Tóftum SF 222

og í september þá er báturinn seldur til Ólafsvíkur og fær þar nafnið Bervík SH 143.

Árið 2004 er báturinn seldur til Þorlákshafnar og fær þar nafnið Klængur ÁR 20

árið 2006 fær báturinn nafnið Margrét 

og báturinn er með þessu nafni í nokkur ár enn mismunandi skráningar.  var Margrét ÁR.  Margrét SK og Margrét HF.

árið 2010 er báturinn seldur til Húsavíkur og fær þar nafnið Jökull ÞH 259 og er ennþá með því nafni,

Alls 11 nöfn  í 55 ára sögu bátsins,

 aflatölur
Ekki hefur Aflafrettir tekið saman hversu mikinn afla báturinn hefur landað á íslandi enn tonnin eru nokkuð mörg.  

t.d má nefna að árið 1966 þá landaði Súlan EA 6400 tonnum af síld í 53 löndunum eða um 118 tonn í löndun.


Jökull ÞH Mynd Anna KRistjánsdóttir




Báturinn með sknr 259.  Þarna Margrét HF.  Mynd Gísli Reynisson