Jökull ÞH seldur.

Í Reykjavíkurhöfn hefur legið þar bátur sem hefur fengið nafnið Jökull ÞH og er í eigu GPG á Húsavík,


Planið var að láta þennan báta koma í staðinn fyrir Hörð Björnsson ÞH .

En nú hefur Jökull ÞH verið seldur og er Nesfiskur í Garði sem kaupir bátinn.

GPG á Húsavík er með augastað á svipuðum báti í Noregi, en nánar um það síðar.

Báturinn mun fá nafnið Bergur Vigfús GK en fyrir á Nesfiskur 15 tonna bát sem heitir Bergur Vigfús GK,

Sá bátur mun fá nafnið Hlýri GK 345 og verður eins og áfram á veiðum á handfærum,

Núverandi Jökull ÞH er hannaður til þess að stunda veiðar með beitningavél enn hann er líka gerður fyrir netaveiðar

og  mun nýi báturinn Bergur Vigfús GK verða breytt og mun róa til veiða með net,

Þetta er nú ekkert nýtt í nálinni að Nesfiskur eigi bát sem heitir Bergur Vigús GK og stundar netaveiðar,

því á árunum fyrir 2000, þá keypti Nesfiskur gömlu  Skógey SF og hann fékk nafnið Bergur Vigfús GK og meðal annars

var ég sjálfur á honum.  Grétar Mar var þá skipstjóri á bátnum og gekk feikilega vel á  netunum .

þegar sá bátur var seldur þá keypti Nesfiskur Keflvíking KE og hann fékk líka nafnið Bergur Vigfús GK.

Nýi báturinn liggur í Hafnarfirði og hefur verið afhendur nýjum eigendum og er báturinn í Hafnarfirði núna


Jökull ÞH mynd Gísli Reynisson, mynd tekinn þegar að báturinn var í Reykjavík