Jólahugleiðing Aflafretta 2016
Jólin hátið ljós og friðar segir einhverstaðar. jú það má segja að það sé rétt. í það minnst er eitt allra eftirminnilegasta ár mitt í mörg ár að renna sitt skeið.
og kanski ekki fyrir einhverja jákvæða hluti,
90 dagar
að standa í skilnaði er svo sem ekki mikið mál, enn þegar sú barátta er búinn að taka hálft ár og ekki séð eða heyrt í börnunum í 90 daga þá tekur það verulega á andlega. Hann er ekki búinn þessi skilnaður enn fer vonandi að klárast,
Hætta með Aflafrettir.is?
Því miður þá er það nú þannig að AFlafrettir fengu að finna fyrir þessu, því að ég datt niður andlega og það birtist á þann hátt á síðunni að ég var svo til búinn að missa áhuga á að sinna henni. Og var komin á það stig að hætta alveg með hana.
Enginn uppgjöf
En þið lesendur góðir eru gull af hjarta. þið höfðuð samband við mig á alla þá vegu sem hægt er að hafa samband við mig og ykkar stuðningur var nú þannig að ég ákvað að láta ekki deigan síga og berjast áfram í að fylgja eftir þeim draumi sem ég hef alltaf stefnt að. það er að gera Aflafrettir.is að stærstu sjávarútvegssíðu landsins,
og ég er ekki frá því að mér hafi tekist það. Facebook síðan er kominn með tæp 6200 læk og fylgjendur eru um 6100. þið hafið kæru lesendur verið gríðarlega dugleg í að Deila efni sem á síðuna birtist og margar fréttir sem hafa verið skrifaðar hérna á henni hafa fengið í heildina vel yfir 300 læk og deilingar útum allt.
Þetta kæru lesendur er mér mikils virði og ég er djúpt snortin af áhuga ykkar á síðunni. því eins og þið vitið öll þá er ekkert fyrirtæki sem á hana. einungis ég og minn áhugi sem rekur þetta áfram,
Ég er ekki að gefast upp eða hætta með síðuna. svo sannarlega ekki.
10 ára afmæli
Framundan er árið 2017 og í nóvember árið 2017 þá verður Aflafrettir .is 10 ára og er hún því orðin elsta sjávarútvegssíða lands sem er á netinu. ( ljósmyndasíður ekki teknar með).
ég mun halda uppá það afmæli og mun láta ykkur vita af því seinna meir.
enn mitt plan er að bæta aðeins við hana þótt ég muni ekki fara útí nánar þá sálma. nema hvað að ég get upplýst að eftir áramót mun koma út bók í nafni Aflafretta.
Kæru lesendur. takk fyrir öll samskiptin sem þið hafið haft við mig á árinu og takk fyrir stuðninginn í því að ég hætti ekki með síðuna. ég hef sagt það og segi það aftur. Aflafrettir.is eiga flottustu lesendur sem nokkur vefmiðill á.
bestu jóla og áramótakveðjur
Gísli Reynisson
Mynd Gísli Reynisson
Já ég held áfram að aka rútur þrátt fyrir Aflafrettir.is mynd ég sjálfur heheh