Jón á Hofi ÁR fyrstur á humarinn

Það eru ekki margir bátar sem stunda veiðar á humar núna og hefur verið síðustu ár.


veiðin á humri árið 2019 var mjög lítil og ekki var landað nema um 259 tonnum humri 

minnsta í 63 ár.

miðað við óslitinn humar sem er mjög lítið og minnsta humarveiði síðan árið 1956, en það ár veiddust 138 tonn af humri miðað við óslitinn humar

núna árið 2020 þá er einn bátur komin á humarveiðar

og er það Jón á Hofi ÁR.

hann hóf humarveiðar í lok mars og var með ágætt í fyrsta róðri sínum eða 3,2 tonn af humri, 

það var reyndar mun minni veiði í næsta róðri, þá var humaraflinn um 700 kíló,

þegar þetta er skrifað þá hefur Jón á Hofi ÁR landað þrisvar og er aflinn um 4,5 tonn af humri miðað við óslitinn.


Jón á Hofi ÁR mynd Þór Jónsson