Jón á Hofi SI kominn á veiðar eftir stóra vélarbilun

Núna síðustu ár þá hefur bátum og togurum sem stunda rækjuveiðar fækkað ansi mikið frá því sem var eitt sinn


einn af þeim togurum sem hefur stundað rækjuveiðar núna síðustu um 2 ár eða svo er Jón á Hofi SI 42.

Jón á Hofi SI
Þessi togari var einn af þremur systurskipum sem öll voru smíðuð á Íslandi, og voru hinir Nökkvi HU, og Gissur ÁR ( seinna Brynjólfur ÁR/VE).

Jón á Hofi SI var smíðaður á Akranesi árið 1983, og hét fyrst Hafnarey SU, síðan Þuríður Halldórsdóttir GK

Jón á Hofi SI komst í eigu Ramma ehf á Siglufirði árið 2008, og var þá togarinn helst notaður í humarveiðar.

Múlaberg SI
Rammi ehf átti þá togarann Múlaberg SI sem var einn af Japanstogurunum, en í september árið 2023 þá var mjög alvarleg vélarbilun í Múlabergi SI 

og var þá tekin ákvörðun um að leggja skipinu og var því silgt erlendis í brotajárn,.

Jón á Hofi SI tók við rækjuveiðunum af Múlabergi SI og gekk ágætlega þangað til í október árið 2024.

 Stór bilun í Jón á Hofi SI
þegar að mikil og alvarleg vélarbilun kom upp í Jón á Hofi SI,

brotnuðu vélarboltar sem voru undir vélinni sem varð til þess að steypa undir vél brotnaði og vélin skekktist í vélarrúminu

var þetta svipað og gerðist í Brynjólfi VE.

en ólíkt Brynjólfi VE sem var sendur erlendis í brotajárn þá var ákveðið að gera við Jón á Hofi SI, og var töluvert mikil vinna

því að hífa þurfti aðalvélina út togaranum, brjóta upp alla steypuna undir vélinni og steypa allt aftur uppá nýtt

Viðgerð lokið
Viðgerð á togaranum tókst ansi vel og það vel að togarinn er kominn á veiðar núna og hóf rækjuveiðar núna um miðjan mars frá Siglufirði,

á meðan að Jón á Hofi SI var frá veiðum útaf þessari bilun þá tók áhöfnin við Dala Rafni VE og var við veiðar á honum

Núna er Dala Rafn VE í vélarupptekt.

Ein aðalástæðan fyrir því afhverju var gert við þessa bilun í Jóni á Hofi SI er sú að togarinn er í söluferli

 Dala Rafn VE
og þegar að vélarupptekinn á Dala Rafni VE klárast þá mun áhöfnin á Jóni á Hofi SI taka við Dala Rafni VE og byrja á rækjuveiðum,

enn báðir togarnir munu nota eitt troll, og hendar það mun betur enn að vera með tvo troll, því skiljan kemst mun auðveldari upp

í togrennuna á báðum skipunum.

Þess má geta að núna hefur Jón á Hofi SI landað alls 48,4 tonnum í tveimur löndunum og af því er rækja um 30 tonn.

Jón á Hofi SI  mynd Þór Jónsson