Jón á Hofi SI til sölu

Nýjasti togari landsins Sigurbjörg ÁR kom til landsins núna í sumar, og hóf veiðar seinnipartinn í ágúst,


hefur reyndar gengið rólega hjá þeim togara.

en útaf komu Sigurbjargar ÁR þá eru ansi mörg skip sem verða verkefnalaus og því kvótinn af þeim öllum var færður yfir á Sigurbjörgina ÁR.

Þau skip sem eru kvótalaus núna útaf Sigurbjörgu ÁR eru

Ottó N Þorláksson VE, það mikla aflaskip, en rúmlega 2500 tonna kvóti miðað við þorskígildistonn var færður af Ottó.

Dala Rafn VE,  mest allur kvóti af þeim togara var færður yfir, eða um 3000 tonna kvóti miðað við þorskígldi

eftir stendur á Dala Rafni VE um 660 tonna kvóti.

 Jón á Hofi ÁR.
Síðan er það Jón á Hofi ÁR, sem núna er orðin Jón á Hofi SI.

Ísfélagið sem á öll þessi skip á töluvert mikið af rækjukvóta sem að togarinn Múlaberg SI var að mestu að veiða undanfarin ár

og allur rækjukvótinn er á Jóni á Hofi SI, eða rúmlega 400 tonna kvóti,

Reyndar er Jón á Hofi SI eini togarinn sem Ísfélagið ehf gerir út sem veiðir rækjuna.

Núna hefur Jón á Hofi SI verður settur á söluskrá.  og er verðmiðinn á togaranum um 137 milljónir  króna.  

þessi togari er einn af svo kölluðum raðsmíðatogurnum sem voru smíðaðir á Akranesi og Akureyri, og Jón á Hofi ÁR var smíðaður á Akranesi árið 1983.

Verður fróðlegt að sjá hvaða togari Ísfélagsins mun taka við að veiða rækjuna, því eigendur fyrirtækisins 

sögðu að þeir myndu ekki láta nýja togarann veiða rækju, heldur færi hann á humar þegar humarveiðar verða byrjaðar aftur.


Jón á Hofi ÁR , ( núna SI) mynd Þór Jónsson


Jón á Hofi ÁR , ( núna SI) mynd Þór Jónsson


Kæru Lesendur.
Aflafrettir.is er rekin alveg að einum manni, mér 
Gísli Reynisson.  sé ég um að skrifa allt efni á síðuna
og margir hafa spurt hvort hægt sé að styrkja mig
og það er hægt . hérna eru upplýsingar 
kt 200875-3709
Bók 0142-15-380889
Takk kærlega fyrir
Gísli Reyniss