Jón Ásbjörnsson RE, aleinn á miðunum
Núna fer að líða að nýjum áramótum, kvótaáramótunum og þá munu línubátarnir fara svo til allir af stað
eins og staðan er núna þá eru allir linubátarnir á veiðum við austan vert landið eða þá norðanvert landið
þetta þýðir að enginn línubátur er á veiðum við Sunnanvert landið.
eða þó ekki alveg, því að Jón Ásbjörnsson RE var í júní og júlí við veiðar frá Siglufirði og gekk svo sem þokkalega,
báturinn kom suður núna í ágúst og hefur verið einn á veiðum við Sunnanvert landið og þá aðalega útaf Krýsuvíkurberginu,
og aflinn er bara nokkuð góður, er núna kominn með 48 tonn í 10 róðrum, og við berum það saman við t.d bátanna sem eru á veiðum fyrir norðan
þá er t.d Dóri GK með 50 tonn í 11 róðrum og Óli á Stað GK með 51 tonn í 11.
Flutningskostnaður á fiskinum er mjög mikill og var eitt sinn sagt við mig að til þess að þetta myndi borga sig að aka fiskinum suður þá þyrfi aflinn
að vera í það minnsta 1,5 til 2 tonnum meiri til þess að dekka flutningskostnaðinn.
Verður fróðlegt að sjá hvaða bátur verður fyrstur til þess að hefja línuveiðar frá Suðurnesjunum t.d á miðunum útaf Sandgerði
enn síðastliðin haust þá hefur fiskast nokkuð vel þar og mun minni kostnaður við að flytja aflann eins og er í tilfelli Jóns Ásbjörnssonar RE
Jón Ásbjörnsson RE mynd Gísli Reynisson