Jón Ásbjörnsson RE í mikilli mokveiði,2018
Þessi febrúar mánuður árið 2018 fer í minningarbækurnar sem einn versti mánuður varðandi sjósókn í mörg ár. endalausar brælur hafa gert það að verkum að minni bátar hafa svo til ekkert komist á sjó. í það minnsta frá Snæfellsnesinu og suðurnesjunum sem og Þorlákshöfn,
Þá örfáu daga sem hefur gefið á sjó þá hefur verið mokveiði
núna er kominn heil vika síðan að minni bátarnir gátu komist á sjóinn og helgina 17 og 18 febrúar þá gaf vel á sjóinn,
Jón Ásbjörnsson RE sem Fiskkaup gerir út fór á sjóinn báða daganna .
Gísli Þórarinsson er búinn að vera skipstjóri á bátnum núna í um 6 ár og var með bátinn í seinni róðrinum
í fyrri róðrinum þá var Sigurbergur Vigfússon með bátinn og fór hann frá Þorlákshöfn og lagði línuna um 10 mílur vestur af Vestmannaeyjum,
lögðu þeir alla línuna sem um borð er eða 9 rekka eða 14400 króka það gerir um 36 bala miðað við 400 króka í bala,
lentu þeir í mokveiði þarna og komu í land með fullan bát eða um 22 tonn.
Gísli tók svo bátinn deginum eftir og fór þá við þjóarsárósa og þar lentu þeir líka í mokveiði. og komu í land í Þorlákshöfn líka með um 22 tonn. á jafn marga króka
Gísli og Sigurbergur sögðu báðir í samtali við Aflafrettir að þeir væru ekki hrifnir af því að koma með svona stóra róðra í land enn vegna þess að veðurspáinn var djöfuleg þann 19 þá var allt dregið um borð báða daganna.
enda báturinn bar þennan afla ansi vel eins og sést á myndinni að neðan.
Um borð í bátnum eru 28 álkör sérsniðin fyrir lestina í bátnum og voru þau kör öll full. svo var fiskur í tveimur körum á dekki, beitukarinu og blóðgunarkarinu. enginn fiskur var laus í bátnum
Alls komu þeir því með um 44 tonn í land í 2 róðrum og var 95% af aflanum þorskur
þetta er algjör mok því að aflinn í báðum róðrunum er yfir 600 kíló á bala
Sigurbergur sagði að enginn loðna hefði verið enn Gísli sá smá vott að loðnu í þorskinum í róðrinum sínum. Sagði hann að þegar að loðnan kæmi þá myndi veiðin hrynja hjá þeim á línunni.
Jón Ásbjörnsson RE með 22 tonn í fyrri róðrinum . mynd Guðlaugur Orri Gíslason