Jón Forseti RE kominn aftur á Stafnes,2017

ÞAð var greint frá því hérna á Aflafrettir fyrir rúmu ári síðan þegar að minnivarðandum um Togarann Jón Forseta RE var stolið frá stalli sínum við Stafnes.



Reynir Sveinsson í Sandgerði átti frumkvæðið af því að láta gera minnismerkið um þennan sorglega atburð sem skeði árið 1928.  þegar að Jón Forseti RE strandaði við STafnes og fórust með skipinu 15 manns, enn 10 manns var bjargað.  
Jón Forstei RE var fyrsti togarinn sem var smíðaður fyrir íslendinga og þetta strand Jón Forseta RE var grunnur af því að Björgunvarsveitin Sigurvon í Sandgerði var stofnuð.  Sigurvon er elsta björgunvarsveit landsins og var stofnuð árið 1928.

Þegar að minnisverkinu  um Jón Forseta var stolið þá var það samstundis tilkynnt til lögreglu sem því miður fann það ekki, enn líklegast hefur það verið selt til brotajárns,

Reynir Sveinsson lét þó ekki deigan síðan og barðist fyrir þvi að láta smíða annað minnismerki og það var gert og fór hann ásamt Bjarka Týr Gylfasyni og Jón Benediktsson sem býr á Stafnesi fóru núna um helgina og settu upp aftur nýja minnismerkið um þetta strand.  og vonandi fær það að vera í friði.

Hvet ykkur lesendur góðir til þess að taka sunnudagsbíltúrinn á STafnes, skoða minnismerkið og labba út að Stafnesvitanum.  ansi fallegt þarna um að lítast.


Mynd Reynir Sveinsson

Reynir SVeinsson og Bjarki Týr Gylfason eftir að hafa sett upp merkið. Mynd Jón Benediksson