Jón Garðar KE og Rafn HF júní humar,1983

Bátar sem stunda humarveiðar núna árið 2018 eru ansi fáir, rétt um 10 talsins og þeir eru allt mjög stór og öflugir bátar,


Reyndar er humarvertíðin núna árið 2018 ansi slök

Ég ætla að fara með ykkur í til Sandgerðis en þar var eitt stórt útgerðarfyrirtæki sem gerði út ansi marga báta og þeirra frægastur var Víðir II GK,

Þarna er ég er að tala um Rafn HF í Sandgerði,

í Sandgerði árið 1983 þá voru tvö stór fyrirtæki sem unnu humar,  Rafn HF var annað þeirra og hitt var Miðnes HF.

hjá Rafni HF þá lönduðu fjórir bátar humri og þessi pistill er fyrsti af fjórum sem fjalla um veiðarnar hjá öllum þessum bátum,

þeir eru eftirfarandi,  og þið getið klikkað á hvert nafn fyrir sig og lesið þannig um hvern og einn bát




Minnsti báturinn sem stundaði humarveiðar fyrir Rafn HF var Jón Garðar KE sem var aðeins 18 tonn að stærð og var smíðaður árið 1933 og var því þarna 50 ára gamall,

Ásamt því að vera minnsti báturinn sem veiddi humar þá var hann líka sá elsti,

Eins og sést í aflatölunum að neðan þá var veiðin hjá jóni Garðari KE  ágæt af humrinum þrátt fyrir að vera þetta lítill bátur,

mest um 740 kíló af humri miðað við óslitin humar

Alls landaði Jón Garðar KE 
 3,4 tonnum af fiski
og 2,6 tonn af humri,


Jón Garðar KE
dagur fiskur humar
10 0,49 0,74
15 0,75 0,66
20 0,44 0,43
22 0,71 0,25
28 1,06 0,53


Jón Garðar KE Mynd Vigfús Markússon