Jón Helgason ÁR 107 tonn í 5 róðrum..1982
Ég var á ferð um evrópu núna í janúar og fram í Febrúar og endaði í Hirthals þar sem að ég tók Norrænu til Íslands. gamal vinnufélagi minn Siggi sem á heima í Hanstholm var áður útgerðarmaður í mörg ár á íslandi, og gerði meðal annars út nokkra báta sem hétu Jón Helgason ÁR .
Siggi sem er orðin 82 ára í dag var skipstjóri á öllum bátunum sem hétu Jón Helgason ÁR og endaði sinn sjómannsferil á Íslandi á báti sem hét Vismin ÁR .
Ætla að skoða eina vertíð hjá Jóni Helgasyni ÁR og árið er 1982.
Jón Helgason ÁR réri frá Þorlákshöfn og landaði öllum afla sínum í Suðurveri hf.
Báturinn byrjaðiá netum í janúar og landaði þá 30,6 tonnum í 5 róðrum eða 6,1 tonn í róðri,
Febrúar var nokkuð góður þrátt fyrir að báturinn hafi ekki róið marga róðra, því að Jón Helgason ÁR fór einungis í 7 róðra og landaði 74 tonnum eða 10,6 tonn í róðri,
Góður mars
Mars var ansi góður því að báturinn landaði 189 tonnum í 18 róðrum og aftur var meðalaflinn yfir 10 tonn eða 10,5 tonn. Stærsti róðurinn 22,2 tonn.
Maí fram að 11.maí var rólegur. einungis 10,6 tonn í 2 róðrum.
Yfir 200 tonn í apríl.
Apríl var mjög góður því að Jón Helgason ÁR landaði alls 243,9 tonnum í 21 róðri eða 11,6 tonn í róðri. mest 32,3 tonn í einni löndun.
á þessum tíma þá var komið stopp í apríl og hérna að neðan má sjá aflan í apríl árið 1982 hjá Jóni Helgasyni ÁR
Eins og sést þá komst báturinn tvisvar yfir 30 tonn í einni löndun
Ansi góð vika var 13 til 17 apríl því að þá landaði Jón Helgason ÁR 106,7 tonnum í aðeins fimm róðrum eða 21,3 tonn í róðri.
Og þegar upp var staðið þá endaði báturin í 549 tonnum á vertíðinni sem er ansi gott
Jón Helgason ÁR Net Apríl árið 1982 | ||
dagur | afli | |
1 | 5.21 | |
2 | 14.92 | |
3 | 11.14 | |
5 | 31.26 | |
13 | 32.34 | |
14 | 12.56 | |
15 | 19.2 | |
16 | 14.96 | |
17 | 27.65 | |
19 | 23.86 | |
20 | 5.25 | |
22 | 10.05 | |
23 | 7.742 | |
26 | 9.55 | |
27 | 6.52 | |
28 | 11.12 | |
29 | 4.8 | |
30 | 5.78 |
Jón Helgason ÁR mynd Vigfús Markússon