Jón Kjartansson SU. blár eða gulur..2017
Þegar ég var að bryggjurölti mínu um Akureyri þá rak ég augun í stórt falleg uppsjávarskip sem er í slippnum á Akureyri. þarna er nýi Jón Kjartansson SU sem var keyptur frá Skotlandi núna í sumar.
Þar hét skipið Charisma og liturinn á bátnum þá var gulur á litinn.
Þeir Eskju menn sem gera út Jón Kjartansson SU létu mála skipið uppá nýtt og létu mála hann bláan,
enn eins og myndirnar bera með þér þá er eins og að skipið sjálft vilji halda sínum gula lit.
sjáið bara myndirnar.
Jón Kjartansson SU og Björg EA fyrir aftan
Fallega blár....
Enn vill vera gulur.
Myndir Gísli Reynisson