Jósef Geir ÁR línuveiðar,1984
Jæja höldum áfram með að birta ýmislegt frá árinu 1984
báturinn Jósef Geir ÁR átti sér nokkuð langa útgerðarsögu fyrir Stokkseyringa enn báturinn var gerður út í um 20 ár
og þótt báturinn væri ekki stór þá stundaði hann t.d trollveiðar ansi mikið
árið 1984 þá var báturinn t.d á trolli frá því í febrúar og alveg fram í september og fiskaði í trollið tæp 400 tonn
um haustið þá fór báturin á línu og fyrst línubátar núna árið 2020 eru orðnir svo margir þá er rétt að líta aðeins á línuveiðar
hjá Jósef Geir í nóvember árið 1981.
báturinn landaði þá í Þorlákshöfn enn aflanum var ekið til vinnslu á Stokkseyri.
Báturinn fór ekki marga róðra í nóvember aðeins um 11, og var aflinn tæp 52 tonn sem er nú ágætt
eins og sést að neðan þá var stærsti róðurinn um 7,3 tonn,
ekki liggja fyrir um hversu marga bala Jósef Geir ÁR réri með enn leiða má að því líkum að þeir hafi verið um 30 til 40 balar í róðri.
dagur | afli |
1 | 2.6 |
3 | 7.6 |
5 | 2.7 |
6 | 2.1 |
7 | 5.7 |
8 | 7.3 |
10 | 7.2 |
13 | 4.4 |
15 | 4.1 |
18 | 2.4 |
17 | 5.6 |
Jósef Geir Mynd Tryggvi Sigurðsson
p.s því miður þá gaf ég upp vitlausa bankabók fyrir þá sem vildu styðja við bakið á mér útaf þessari aflasöfnun minni,
hérna eru réttar upplýsingar. kt. 200875-3709 bok 142-05-1072