Júlíus Geirmundsson ÍS, smá saga um nafnið ,2018

Ísafjörður var í mörg ár einn af stóru útgerðarstöðunum á Íslandi þar sem að togarar voru að landa,

á árunum á milli 1980 og 2000 þá voru ansi margir togarar gerður út frá Ísafirði,

t.d Guðbjartur ÍS 

Hálfdán Í Búð ÍS

Guðbjörg ÍS

Júlíus Geirmundsson ÍS  

Páll Pálsson ÍS  og fleiri,

núna árið 2018 þá er Stefnir ÍS gerður út frá Ísafirði og frystitogarinn Júlíus Geirmundsson ÍS.  Það nafn er búið að vera á alls fjórum bátum og togurum frá Ísafirði í um 50 ára sögu nafnsins frá Ísafirði,

Togarinn var að koma í land eftir stuttan túr, einungis 7 daga og var með um 25 milljóna króna aflaverðmæti, en hafði komið viku fyrr með 175 milljóna króna aflaverðmæti,

en hvaðan kemur nafnið,

jú smá leit skilaði því að það var maður sem hét Júlíus Geirmundsson og fæddist hann í Neðri miðvík í stakkadal í Aðalvík árið 1884 og lést árið 1962 þá 78 ára gamall.  Júlíus bjó keypti jörðina Atlastaði í Fljótavík árið 1906 og stundaði þaðan sjósókn og búskap við ansi erfið skilyrði.    en eins og alþjóð veit þá er enginn vegur sem liggur út í Aðalvík og eina leiðin þangað er með báti.  
Júlíus var sagður mikið heljarmenni og eins og sagt er að enginn veit hversu margar ferðir Júlíus fór á milli Látra og Fljótavíkur og hversu mörg tonn þessi maður bar á baki sínu þau ár sem hann bjó í Aðalvík,

1946 þá fluttir hann ásamt konu sinni Guðrúnu Jónsdóttir til Ísafjarðar og fór Júlíus aldrei aftur norður í Aðalvíkina.. Júlíus og Guðrún  giftust árið 1906 og voru saman til dauðadags Guðrúnar en Guðrún lést árið 1951.

þau áttu stóra fjölskyldu því alls eignuðust þau 14 börn og 11 af þeim komust upp og lifðu.  er það mikið þrekvirki að koma upp 11 börnum á stað eins fáfarinn og afskekktur og Aðalvík er 











Doldið sjúskaður stefnið og peran á togaranum