Júní humar hjá Arnarborg KE ,1983

Næst stærsti báturinn sem landaði humri hjá Rafn HF í Sandgerði í júní árið 1983 var Arnarborg KE sem var smíðaður 1958 og var því 25 ára þegar þarna er komið við sögu


Arnarborg KE var 76 tonn að stærð og því aðeins minni enn Bliki ÞH

Arnarborg KE gekk nokkuð vel og var aflahæstur af bátunum sem landaði hjá Rafni HF

eins og sést þá voru fyrstu þrír róðranna ansi góðir hjá bátnum fyrsti róðurinn tæp 4 tonn af humri og næsti róður þar á eftir líka tæp 4 tonn,

Alls landaði Arnarborg KE 

23,2 tonnum af fiski

og 17,4 tonnum af humri í júní árið 1983


Arnarborg KE
dagur fiskur humar
1 2,3 3,90
6 2,8 3,72
10 2,5 2,95
15 2,7 1,41
20 0,7 0,44
24 7,0 2,72
30 5,3 2,25


Arnarborg KE Mynd Vigfús Markússon