Júni humar hjá Vikar Árnasyni KE ,1983
Næst minnsti báturinn sem landaði humri hjá Rafni HF í júni árið 1983 var Vikar Árnason KE
Vikar Árnason KE var 38 tonn að stærð og var smíðaður árið 1947 og var því orðin 36 ára gamall þegar þarna er komið við sögu,
Þrátt fyrir litla stærð á bátnum þá gekk bátnum nokkuð vel á humarveiðunum og eins og sést að neðan þá var stærsti róðurinn 2,6 tonn af humri og 2,5 tonn af humri,
Alls landaði Vikar Árnason KE
9,6 tonnum af fiski
og 9,5 tonnum af humri.
Reyndar nákvæmlega þá voru þetta 9568 kíló af fiski og 9554 kíló af humri,
Vikar Árnason KE | ||
dagur | fiskur | humar |
3 | 1,2 | 2,56 |
10 | 0,6 | 1,17 |
16 | 1,2 | 0,91 |
20 | 0,6 | 2,49 |
23 | 2,8 | 0,22 |
30 | 3,1 | 2,21 |
Vikar Árnason KE Þarna á myndinni Hvalsnes GK. Mynd Tryggvi Sigurðsson