Kaldbakur EA á undan Engey RE,,2017
Aflafrettir halda áfram að birta fréttir um skip eða báta sem eru búnir að landa afla úr sinni fyrstu veiðiferð. Búið er að fjalla um tilraunatúr hjá Engey Re. og fyrstu löndun hjá Þórsnesi SH og Valdimar H sem er í Noregi.
Engey RE var eins og við öll vitum fyrsti ísfiskstogarinn sem kom til landsins í þessaru nýsmíðabylgju enn brösulega hefur gengið að fá lestina til þess að vinna fullkomnlega. Lestin í Engey RE sem og í Akurey AK eru mannlausar.
Kaldbakur EA kom næstur í röðinni enn í honum er lest sem er Mannvædd ef það má orða það þannig.
og Kaldbakur EA er núna kominn frammúr Engey RE því að Kaldbaks menn eru búnir að fara í fyrsta prufutúrinn og komu þá með í land 6,3 tonn,
enn fór svo í annan túr sem var ekki langur. einungis um 3 dagar, enn á þessum þrem dögum þá kom togarinn með í land 107 tonn og af því þá var þorskur um 105 tonn,
Þessi afli gerir því um 36 tonn á dag.
Semsé Kaldbakur EA er kominn af stað á undan Engey RE
Kaldbakur EA mynd Óskar Franz ÓSkarsson