Kaldbakur EA aflahæstur síðasta fiskveiðiár,2018

Á fiskveiði árinu 2017-2018 sem var að klárast þá var veiði togaranna mjög góð,


alls voru fimm ísfiskstogarar sem yfir 8 þúsund tonnin  náðu og af þeim þá voru tveir nýir togarar,


í sæti nr 5. var Helga María AK með 8026 tonní 49 túrum eða 164 tonn í löndun,


í sæti nr.4 var Málmey SK með 8034,4 tonn í 46 túrum eða 175 tonn í löndun.   og  má geta þess að Helga María AK og Málmey SK eru systurskip,

í sæti nr 3. var einn af nýju togurunum .  Engey RE með 8112 tonn í 49 túrum eða 165 tonn í löndun,


og í sæti númer 2, og kemur þetta ansi mikið á óvart.  

því að í sæti númer 2 var ekki einn af þessum nýju togurum og þessi togari nær ekki einu sinni 200 tonna löndun eins og margir hinna nýju,

Björgvin EA frá Dalvík var númer 2 með 8234 tonn í 63 túrum eða 131 tonn í löndun,

og má geta þess að Björgvin EA er smíðaður áirð 1988 og fagnar því 30 ára afmæli sínu


og Aflahæsti togarinn fiskveiðiárið 2017-2018

var nýr togari,

Kaldbakur EA sem var með 8665,8 tonní 52 túrum eða 166,7 tonn í löndun,

Ef horft er á fyrirtækin og á þessi topp 5 skip.  

þá er Fiskiðjan Sauðárkróki með 8034 tonn ( Málmey SK )

HB Grandi með 16138 tonn, ( Helga María AK og Engey RE)

og Samherji  með 16899 tonn, ( Björgvin EA og Kaldbakur EA)



Kaldbakur EA mynd Brynjar Arnarsson



Björgvin EA mynd Arnbjörn Eirkíksson