Kaldbakur EA í Noregi
Núna er loðnuvertíðin hérna við landið að klárast
og einn liður í því er að samkvæmt samkomulagi við Noreg þá mega íslenskir togarar fara til Noregs og veiða þar þorsk
núna hefur fyrsta skipið farið til Noregs til veiða, en athygli vekur að ekki er um að ræða frystitogara
Kaldbakur EA er búinn að vera á veiðum við Noreg núna síðan um miðjan febrúar, en togarinn fór frá Akureyri um 19 febrúar og hefur landað
tvisvar í Noregi.
reyndar ekki miklu magni, fyrst kom togarinn með 116 tonn í land
og í næstu ferð kom togarinn með 117 tonn í land eftir 5 daga á veiðum,
Kaldbakur EA er á veiðum mjög norðarlega í Noregi eða um 71,6 breiddargráðunni sem er ansi norðarlega
aflanum hjá Kaldbak EA hefur verið landað í Hönningsvag í Norður Noregi
Undanfarin ár þá hefur Samherji leigt skip til þess að sigla með aflann til Íslands þar sem að hann er unnin.
Kaldbakur EA mynd Elvar Már Sigurðsson