Kamöyfjord. hraðamet á mynd!..2017
Jáhérna, ég hef sagt ykkur kæru lesendur frá því að Aflafrettir eiga bestu lesendur sem völ er á. þið hafið verið duglegir í að heyra í mér varðandi hitt og þetta og ef mér hefur vantað myndir af bátum þá hafa þær komið.
Það er víst þannig að AFlafrettir eiga ekki bara góða lesendur á íslandi. heldur eru Norðmenn og Englendingar líka gríðarlega stór lesendahópur.
núna áðan var birt á Aflafrettir list yfir norsku 15 metra bátanna í október. þar eru t.d SAga K, Aldís Lind og fleiri. ég skrifaði þar að þar væri einn bátur sem væri bara ekki til nein mynd af,
Kamöyfjord
netabáturinn Kamöyfjord. þessi bátur er gerður út frá Hönningsvög og rær á netum. er smíðaður árið 2008 og er smíðaður úr áli.
Er með ansi góðan kvóta eða um 885 tonn og af því þá er ufsi 561 tonn. núna í ár þá hefur báturinn landað 547 tonnum í ár.
Þegar að listinn birtist á ensku síðunni þá kom texti líka með þar sem óskað var eftir mynd ef einhver ætti af bátnum.
og það tók ekki nema innan við eina mínuntu að koma , því að Ken-Ivan Petterson kom með mynd af þessum báti sem var myndalaus,
já AFlafrettir halda áfram að eiga frábæra lesendur og það líka í noregi,
Eitt klikk á dag kemur skapinu í lag á ensku síðunni
Kamöyfjord., Mynd Ken-Ivan Pettersen