Karólína ÞH seld til Noregs
Jón Páll Jakobsson sem hefur gert út bátinn Jakob í Noregi undanfarin ár, lenti í því núna í vetur
að mikill eldur kom í bátnum þegar hann var við veiðar. og báturinn eyðilagðist alveg.
mannbjörg var , en þrír menn voru á bátnum þegar hann brann.
þetta var mikið áfall fyrir Jón Pál, en hann fór þó að leita sér að öðrum báti,
og fann bát heima á Íslandi. Karólínu ÞH frá Húsavík.
Núna hefur Jón Páll keypt Karólínu ÞH og heitir hann núna Sólrún B
Haukur Eiðsson átti Karólínu ÞH og hann hugsaði mjög vel um bátinn og sagði Jón að ástandið á Karólínu ÞH
hafi verið mjög gott.
um 210 tonna kvóti var á Karólínu ÞH og fór nokkur hluti af þeim kvóta yfir á Háey II ÞH og á Otur II ÍS
Smá ýsukvóti fór yfir á Rán SH
Báturinn er 40 cm styttri enn Jakob, en 30 cm breiðari, og í bátnum er beitningavél, en þegar jón Páll var með Jakob þá
réri hann með bala. í Karólínu ÞH er 17500 króka kerfi og fylgir það með bátnum.
Báturinn var í Hafnarfirði þar sem meðal annars var gerð nafnabreyting á bátnum og var honum síðan silgt til
Patreksfjarðar, en þar var báturinn settur í skip sem flutti hann til Noregs,
Nokkuð merkilegt að skip sigli frá Patreksfirði til Noregs, en ekki frá Reykjavík, en laxeldið á Sunnanverðum vestfjörðurm
á stóran þátt í því.
Ráðgert er að báturinn hefji veiðar fljótlega og hérna á ensku síðunni Aflafrettir.com þá verður hægt að fylgjast með veiðum hjá bátnum,
Sólrún B Myndir Sæmundur Þórðarsson
Jakob eftir bruna í Noregi